Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynningar á námi

Mánudaginn 11. janúar n.k. verður kynning á tvenns konar námi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Annars vegar verður kynning á íslenskunámskeiðum fyrir fólk með annað móðurmál en íslensku. Sú kynning verður í húsakynnum miðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði og hefst kl. 18.

Hins vegar er kynning á Hönnunar- og tilraunasmiðju í FabLab sem er nýtt nám hjá Fræðslumiðstöðinni ætlað fólki 20 ára eða eldra, með stutta formlega menntun og sem er á vinnumarkaði. Sú kynning fer fram í FabLab smiðjunni í Menntaskólanum á Ísafirði og hefst einnig kl. 18.

Báðar þessar kynningar eru öllum opnar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og sjá hvort þarna er eitthvað sem getur hentar.

Íslenskunámskeið

Ein af mikilvægum stoðum í starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er kennsla í íslensku fyrir þá sem eiga annað móðurmál. Boðið hefur verið upp á námskeið á ýmsum getustigum og lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir.

Mánudaginn 11. janúar kl. 18 verður kynning á íslenskunáminu sem fyrirhugað er á Ísafirði á vorönn. Tilgangur kynningarinnar er að fara yfir fyrirkomulag námsins, sjá hver eftirspurnin er og meta á hvaða stigi væntanlegir þátttakendur er. Kennsla hefst í vikunni á eftir.

Allir velkomnir og endilega látið berast til þeirra sem gætu átt erindi. 

Eldri færslur