Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

MARKVISS - Markviss uppbygging starfsmanna

Starfsmannaþróun er ein mikilvægasta leiðin til að þróa og bæta fyrirtæki. Til að mögulegt sé að mæta þörfum starfsmanna er nauðsynlegt að gera góða þarfagreiningu. Markviss er aðferðafræði þar sem megin áhersla er lögð á að stjórnendur og aðrir starfsmenn vinni saman að þeirri uppbyggingu sem þörf er á. Markviss býður upp á einföld tæki sem fyrirtækin geta notað og sniðið að eigin þörfum. Með aðferðafræði Markviss er gengið úr skugga um að starfsmannastefna fyrirtækisins haldist í takt við aðra þróun í fyrirtækinu.

Með notkun á Markviss fæst yfirlit yfir þann mannauð sem er innan fyrirtækisins og hvernig hægt sé að þróa hann áfram. Fyrirtækið þarf ekki að eyða tíma í að þróa sitt eigið kerfi heldur getur notað krafta sína í önnur verkefni.

Fyrirtækin geta notað aðferðafræði Markviss á eigin spýtur eða fengið ráðgjafa sér til aðstoðar.

MEÐ MARKVISS ER HÆGT AÐ:

  1. Fá yfirsýn yfir hæfni og færni starfsmanna
  2. Gera sí-og endur-menntunaráætlun fyrir starfsmenn
  3. Koma í veg fyrir flösku-hálsa í framleiðslu
  4. Bæta samskipti innan fyrirtækisins
  5. Fá yfirlit yfir þær kröfur sem gerðar eru til mismunandi verkefna innan fyrirtækisins

Hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Markviss og ræða við Markviss ráðgjafa sem þar starfa. Þeir eru Dagný Sveinbjörnsdóttir, Sigurborg Þorkelsdóttir og Elfa Hermannsdóttir.  Fræðslumiðstöðin hefur unnið að nokkrum verkefnum sem tengjast fyrirtækjum og stofnunum þar sem notast hefur verið við Markviss greiningarkerfið.