Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri

Fræðslumiðstöð Vestfjarða, í samvinnu við ýmsar stofnanir og samtök, efnir til raða fyrirlestra árið 2016 um ýmis mál sem sérstaklega varða fólk sem komið er á miðjan aldur.

Eftir hefðbundið ævistarf bíður margra spennandi tímar með nýjum viðfangsefnum, oft kallað þriðja skeiðið. Til að njóta þessa æviskeiðs sem best er gott að undirbúa sig með því að þekkja réttindi sín, skyldur og tækifæri. Þessari fyrirlestraröð er ætlað að kynna fólki sitthvað er máli skiptir til að auka líkur á gefandi efri árum. Fyrirlestraröðin er einkum ætluð fólki sem komið er á miðjan aldur, en allir eru velkomnir.

Fyrirlestrarnir verða annan fimmtudag hvers mánaðar kl. 17-19 í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Einnig er hægt að senda þá út um fjarfundabúnað til þeirra staða þar sem slíkur búnaðir eru og eftir verður óskað.

Þátttökugjald er 1.000 kr. á þátttakenda á hvern fyrirlestur.

Fyrsti fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 14. janúar 2016. Þá mun Guðrún Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur fjalla um lífeyrissjóði; mismunandi uppbyggingu þeirra, réttindi sjóðsfélaga og að hverju helst þarf að hyggja við töku lífeyris.

Meðal annarra efna sem fjallað verður um í fyrirlestraröðinni eru almannatryggingar, stéttarfélög, lýðheilsa, mataræði og hreyfing, þjónusta sveitarfélaga, frjáls félagasamtök, öryggi og slysavarnir.

Þótt um fyrirlestra sé að ræða er ágætt að fólk skrái sig. Tekið er við skráningum á fyrirlestrana á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða www.frmst.is og í síma 456 5025.

Deila