Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri - Lífeyrisþegar og almannatryggingar

Anna Karen Kristjánsdóttir
Anna Karen Kristjánsdóttir
1 af 5

Fimmtudagskvöldið 11. febrúar, kl. 17 – 19 var 2. erindið í fyrirlestraröðinni um Þriðja skeiðið – réttindi og tækifæri.

Þá fjallaði Anna Karen Kristjánsdóttir umboðsmaður Tryggingastofnunar á Ísafirði um helstu málaflokka og greiðslur hjá Tryggingastofnun og Sjúkratryggingum Íslands.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er til húsa á neðri hæð Vestrahússins, að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Þar er búið að vera mikið líf að undanförnu og var fyrirlesturinn hjá Önnu Karen haldinn hjá Háskólasetrinu á 2. hæðinni, þar sem á sama tíma var kennt í hverjum krók og kima hjá Fræðslumiðstöðinni.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á fyrirlestrinum.

Fyrirlestraröðin Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri er haldin af Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við allmarga aðila á svæðinu.

Næsta erindi í fyrirlestraröðinni verður fimmtudaginn 10. mars, en þá munu þau Finnbogi Sveinbjörnsson, Gabríela Aðalbjörnsdóttir, Harpa Kristjánsdóttir og Fanney Pálsdóttir fjalla um stéttarfélög, Starfsendurhæfing og Virk.

Vika enskunámskeiðanna

Í nútíma samfélagi er nauðsynlegt að geta bjargað sér á ensku. Nú hittist þannig á að Fræðslumiðstöð Vestfjarða er að auglýsa þrjú enskunámskeið í næstu viku. Á Ísafirði eru það Enska fyrir byrjendur sem hefst 26. janúar og Enska-framhald sem hefst 28. janúar og er ætlað fólki sem hefur einhvern grunn í málinu,  t.d lokið byrjendanámskeiði.

Í fyrsta skipti í mörg er svo auglýst enskunámskeið á Suðureyri sem hefjast á 27. janúar. Það er ætlað fólki með einhvern grunn en eins og ávalt þá mun kennslan taka mið að kunnáttu þátttakenda.

Nánari upplýsingar og skráning á þessi námskeið er hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar og í síma 456 5025.

Eldri færslur