Hið stóra samhengi námskeiðanna
Það er ýmislegt á döfinni hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða eftir páska en þrátt fyrir að vera af ólíku tagi má eiginlega segja að námskeiðin myndi samfellu - eða hvað?
Meira
Það er ýmislegt á döfinni hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða eftir páska en þrátt fyrir að vera af ólíku tagi má eiginlega segja að námskeiðin myndi samfellu - eða hvað?
Nýlega luku 14 konur raunfærnimati í félagsliða-, leikskóla- og stuðningsfulltrúagreinum. Tólf þeirra búa á Vestfjörðum og tvær á Vesturlandi. Þær sem áttu heimangengt og búa á norðanverðum Vestfjörðum tóku við skírteinum sínum í Fræðslumiðstöðinni föstudaginn 18. mars og þáðu snittur úr Hamraborg og fleira góðgæti að afhendingu lokinni.
Með raunfærnimati lýkur fólk ákveðnum áföngum í viðkomandi námi og fær þannig þekkingu sína úr lífi og starfi metna til jafns við að taka áfangana í skóla.
Nú bíður þeirra fjórtán sem voru að útskrifast að ljúka náminu við einhvern skóla þar sem viðkomandi námsbrautir er í boði.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða sá um allan undirbúning hjá þeim sem búa á Vestfjöðrum en Símenntunarmiðstöð Vesturlands hjá þeim á Vesturlandi. Sjálft raunfærnimatið var keypt af SÍMEY á Akureyri og voru flestir matsaðilar kennarar við framhaldsskólana þar.
Tengiliður hjá SÍMEY var Hildur Bettý Kristjánsdóttir náms- og starfsráðgjafi, sem einnig tók nokkur matsviðtöl.
Raunfærnimatsverkefninu var stjórnar af Sigurborgu Þorkelsdóttur hjá Fræðslumiðsstöð Vestfjarða.
Raunfærnimatið var fjármagnað af Fræðslusjóði framhaldsfræðslunnar.
Meðfylgjandi mynd var tekin við athöfnina.