Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Minecraft/Python forritunarnámskeið hjá Fab Lab á Ísafirði

Helgarnámskeið í forritun fyrir krakka í 5. - 7. bekk verður haldið í FABLAB á Ísafirði frá 8. - 10. apríl næstkomandi haldið á vegum Kóder.is sem eru samtök sem vilja kynna forritun fyrir ungmennum á aldrinum 9-16 ára í sínu hverfi. Skráning fer fram á vef Kóder sjá hér.

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra:

Grunn aðgerðir í Python forritun (breytur, föll, listar, lúppur)

Hakkast í Minecraft með því að nota eigin kóða.

Tengja einfalda rafrás og skrifa kóða fyrir Minecraft sem kveikir á ljósdíóðu.

 

Námskeiðsgjöld eru 10.000 kr.

Athugið að námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þáttöku. Lágmarsþáttaka eru 26 samanlagt fyrir bæði Vefapp námskeiðið og Minecraft námskeiðið. Þær skráningar mega dreifast hvernig sem er milli námskeiða svo lengi sem 26 skráningar nást í heildina.

 

Ef námskeiðinu verður aflýst verða námskeiðsgjöld endurgreitt að fullu.

 

Tímasetningar:

Föstudagur: 13:00 - 16:00

Laugardagur: 10:00 - 13:00

Sunnudagur: 10:00 - 13:00

 

Þátttakendur þurfa ekki að eiga eigin tölvu til að taka þátt. Við komum með vinnustöðvar fyrir alla.

Ekki gleyma að deila viðburðinum á Facebook sem mest svo við náum lágmarksþáttöku (sjá hér).

Kóder.is eru hugsjónasamtök sem stefna að því að gera forritun aðgengilega fyrir börn og unglinga úr öllum þjóðfélagsstigum. Með því að kynna forritun fyrir börnum og unglingum er verið að opna þeim nýjar dyr innan tölvuheimsins. Í stað þess að vera einungis neytendur á afþreyingarefni og tölvuleikjum efla þau eigin rökvísi, sköpunargáfu og læra vandamálagreiningu frá unga aldri.

Deila