Finnbogi Sveinbjörnsson
Fanney Pálsdótti
Gabríela Aðalbjörnsdóttir
Harpa Kristjánsdóttir
Fimmtudagskvöldið 10. mars, kl. 17 – 19 verður 3. erindið í fyrirlestraröðinni um Þriðja skeiðið – réttindi og tækifæri.
Þá munu þau Finnbogi Sveinbjörnsson, Gabríela Aðalbjörnsdóttir, Harpa Kristjánsdóttir og Fanney Pálsdóttir fjalla um stéttarfélög, Starfsendurhæfingu og Virk.
Í erindum sínum munu þau vera með almenna kynningu á Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsendurhæfingu og Virk. Ennfremur hvernig þessir aðilar geta komið við sögu þegar fólk fer af vinnumarkaði í skemmri eða lengri tíma.
Erindin verða hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði, en verði þátttakendur á Hólmavík eða Patreksfirði verður notaður fjarfundabúnaður til að tengja fólk saman.
Fyrirlestraröðinni Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri er ætlað að kynna fólki sitthvað sem gott er að huga að fyrir framtíðina þegar komið er á miðjan aldur. Hún er því einkum ætluð fólki sem komið er á miðjan aldur, en allir eru velkomnir.
Tími: Fimmtudagurinn 10. mars kl. 17-19.
Verð: 1.000 kr. á mann.
- þriðjudagurinn 8. mars 2016
-
Fræðslumiðstöðin á í nánu og góðu samstarfi við Rauða krossinn um námskeiðahald. Nú um miðjan mars verða tvö námskeið á Ísafirði á vegum þessara aðila, námskeið sem geta gagnast flestum.
Þriðjudaginn 15. mars verður námskeiðið Sálrænn stuðningur. Þar fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum, læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig hægt er að veita stuðning og umhyggju. Meðal viðfangsefna eru mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks og sorg og sorgarferli. Kennarar á námskeiðinu eru Auður Ólafsdóttir og Harpa Guðmundsdóttir. Þetta námskeið er í boði Rauða krossins og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Miðvikudaginn 16. mars hefst tveggja kvölda námskeið í almennri skyndihjálp. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Kennari á námskeiðinu er Gunnlaugur I. Grétarsson. Námskeiðið kostar 9.500 kr. Vakin er athygli á því að endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga endurgreiða yfirleitt hluta af námskeiðsgjöldum gegn framvísun kvittunar.
Tekið er við skráningum á námskeiðin hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar og í síma 456 5025.
- mánudagurinn 7. mars 2016
- Dagný Sveinbjörnsdóttir