Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Fjölís
Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Fjölís, hagsmunafélags höfundarréttarsamtaka var hjá Fræðslumiðstöðinni á mánudag til miðvikudags í þessari viku.
Helga Sigrún var að fara yfir notkun á kennsluefni hjá Fræðslumiðstöðinni með kennurum og öðru starfsfólki.
Kvasir samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva er með samning við Fjölís um notkun á efni til kennslu, en sá samningur er orðinn gamall og aðstæður breyttar síðan hann var gerður. Meðal annars hefur aðilum að Kvasi fjölgað.
Til að fá sem gleggsta mynd af notkuninni bauðst Fræðslumiðstöð Vestfjarða til að fara í þessa úttekt með Fjölís. Brugðist kennarar og starfsfólk vel við þeirri ósk þannig að vinnan gekk fljótt og snurðulaust fyrir sig.
Niðurstöður þessarar vinnu verða svo lagðar til grundvallar nýs samnings á milli fræðslu- og símenntunarmiðstöðvanna og Fjölíss.
- föstudagurinn 11. mars 2016
-
Finnbogi Sveinbjörnsson
Fanney Pálsdótti
Gabríela Aðalbjörnsdóttir
Harpa Kristjánsdóttir
Fimmtudagskvöldið 10. mars, kl. 17 – 19 verður 3. erindið í fyrirlestraröðinni um Þriðja skeiðið – réttindi og tækifæri.
Þá munu þau Finnbogi Sveinbjörnsson, Gabríela Aðalbjörnsdóttir, Harpa Kristjánsdóttir og Fanney Pálsdóttir fjalla um stéttarfélög, Starfsendurhæfingu og Virk.
Í erindum sínum munu þau vera með almenna kynningu á Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsendurhæfingu og Virk. Ennfremur hvernig þessir aðilar geta komið við sögu þegar fólk fer af vinnumarkaði í skemmri eða lengri tíma.
Erindin verða hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði, en verði þátttakendur á Hólmavík eða Patreksfirði verður notaður fjarfundabúnaður til að tengja fólk saman.
Fyrirlestraröðinni Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri er ætlað að kynna fólki sitthvað sem gott er að huga að fyrir framtíðina þegar komið er á miðjan aldur. Hún er því einkum ætluð fólki sem komið er á miðjan aldur, en allir eru velkomnir.
Tími: Fimmtudagurinn 10. mars kl. 17-19.
Verð: 1.000 kr. á mann.
- þriðjudagurinn 8. mars 2016
-