Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Ríkisborgarapróf - skráning til 28. október

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt eru haldin tvisvar á ári, að vori og hausti (Icelandic tests for applicants for Icelandic citizenship (Icelandic passport)). Á Ísafirði verður hægt að taka próf hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða  miðvikudaginn 20. nóvember 2024.

Mímir sér um framkvæmd ríkisborgaraprófa fyrir Menntamálastofnun og tekur við skráningum á heimasíðu sinni mimir.isSkráningu lýkur mánudaginn 28. október. Ekki er hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfrestur rennur út og skráning er ekki gild nema gengið hafi verið frá greiðslu. Gjald fyrir prófið eru 40.000 kr.

Nánari upplýsingar á vef Mímis mimir.is.

 

Sigurtunga - Vesturíslenskt mál og menning

Þriðjudaginn 17. september 2024 kl. 16:00 er á dagskrá umfjöllun um vesturíslenskt mál og menningu í sal hjá Háskólasetri Vestfjarða. Fluttir verða þrír fyrirlestrar undir yfirskriftinni: Sigurtunga – Vesturíslenskt mál og menning 

Birna Arnbjörnsdóttir: Íslensk arfleifð í Vesturheimi, 150 ár frá upphafi vesturferða. 

Höskuldur Þráinsson: Hvað vitum við núna um vesturíslensku og hvað er svona merkilegt við það? 

Úlfar Bragason: „Hann er alveg hættur að skrifa og sokkinn í „þjóðahafið“.“ 

Þau Birna, Höskuldur og Úlfar, sem eru öll prófessorar á eftirlaunum, segja frá rannsóknum á vesturíslensku máli og menningu. Þau hafa nýlega ritstýrt tveim greinasöfnum um þetta efni. Annað þeirra nefnist Sigurtunga – Vesturíslenskt mál og menning og kom út hjá Háskólaútgáfunni 2018. Hitt heitir Icelandic Heritage in North America og kom út hjá University of Manitoba Press í Winnipeg 2023. Greinasöfnin byggja að verulegu leyti á rannsóknum sem voru styrktar af Rannsóknasjóði Íslands (RANNÍS). 

Öll velkomin!

Eldri færslur