Það er ánægjulegt að segja frá því að samstarf Fræðslumiðstöðvarinnar við nokkur stéttarfélög um frí námskeið fyrir félagsfólk heldur áfram nú á vorönn. Félögin sem um ræðir eru Verk Vest, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Sameyki og Kjöl. Samstarfið felur í sér að starfsmenntasjóðir félaganna greiða að fullu þátttökugjöld ýmissa námskeiða og getur fólk í þessum félögum því sótt þau námskeið FRÍTT. Þau sem vilja nýta sér þetta þurfa að merkja við viðkomandi félag þegar þau skrá sig á námskeið í gegnum vef miðstöðvarinnar.
Námskeiðin sem um ræðir eru undir flipanum Stéttarfélög hér á síðunni. Nokkur námskeið eru komin inn og fleiri gætu átt eftir að bætast við.
Þessu til viðbótar geta aðilar að Kili og þau sem eru í Verk Vest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur og starfa hjá ríki eða sveitarfélögum sótt íslenskunámskeið sér að kostnaðarlausu.
Það er von Fræðslumiðstöðvarinnar að sem flest félagsfólk í Verk Vest, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Sameyki og Kili nýti sér þetta góða boð stéttarfélaganna til þess að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt, hvort sem er til að eflast í daglegu lífi eða starfi.
- miðvikudagurinn 24. janúar 2024
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Nokkur íslenskunámskeið eru komin á dagskrá hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og stendur er dagskráin eftirfarandi:
8. janúar – 7. febrúar: Íslenska 3a - Ísafjörður. Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 18-20.
8. janúar – 17. mars: Íslenska fyrir fólk af taílenskum uppruna – fjarkennt.
15. janúar – 14. febrúar: Íslenska 2a – Ísafjörður. Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30-19:30.
22. janúar – 24. apríl: Íslenska, framburðarnámskeið – fjarkennt mánudaga og miðvikudaga kl. 12:15-13.
23. janúar – 22. febrúar: Íslenska 1a – Ísafjörður. Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30-19:30.
Í lok febrúar hefst almennt íslenskunámskeið á Suðureyri. Á svipuðum tíma verður staðkennt námskeið á Ísafirði fyrir fólk af taílenskum uppruna. Nánari tímasetningar verðar auglýstar þegar nær dregur.
Einnig er fyrirhugað er að halda íslenskunámskeið á fleiri stöðum innan Vestfjarða og verður það auglýst nánar.
Fræðslumiðstöðin hvetur öll sem vilja læra íslensku eða þekkja einhverja sem gætu haft gagn af slíku námskeiði að skoða hvort ekki finnist námskeið sem hentar. Skráning og nánari upplýsingar eru hér á heimasíðunni, í síma 456 5025 eða í gegnum tölvupóst á <a href="mailto:frmst@frmst.is">frmst@frmst.isa>
- fimmtudagurinn 4. janúar 2024
- Dagný Sveinbjörnsdóttir