Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Haustfundur símenntunarmiðstöðva á Ísafirði 26.-27. september 2024

1 af 2

Árlegur haustfundur Símenntar, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva fór fram á á Ísafirði dagana 26. og 27. september. Á fundinum komu saman rúmlega 50 manns frá símenntunarmiðstöðvum um allt land, bæði forstöðumenn og verkefnastjórar, og ræddu ýmis mál sem snúa að fullorðinsfræðslu.  

Íslenskukennsla fékk töluvert pláss á fundinum enda eru íslenskunámskeið ein af mikilvægum stoðum í námsframboði allra miðstöðvanna og málefni sem töluvert er í umræðunni þessi misserin.  Meðal annars kynnti Ólafur Kristjánsson verkefnið Gefum íslensku séns sem er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Háskólaseturs Vestfjarða. Þá kynnti hópur verkefnastjóra í íslenskunámi vinnu undanfarinna mánaða sem snýr að því að samræma ýmislegt varðandi íslenskunám á milli miðstöðva. 

Gunnar Ólafsson hjá Blábankanum á Þingeyri hélt erindi sem hann kallað Notkun forvitnitóla til fullorðinsfræðslu og fjallaði um gervigreind og hvernig hún getur nýst starfsfólki símenntunarmiðstöðva. Í framhaldinu deildu fulltrúar nokkurra miðstöðva reynslu sinni af notkun gervigreindar. Rætt var um áskoranir og tækifæri sem fylgja þessari tækni og mikilvægi þess að starfsfólk tileinki sér notkun gervigreindar frekar en nú er.  

Ýmis önnur mál voru á dagskrá meðal annars markaðsmál, vika símenntunar og kynningar á námskrám og verkefnum sem miðstöðvar hafa verið að þróa.

Auk formlegra fundahalda var að sjálfsögðu lögð áhersla á að efla tengsl á milli fólks með það að markmiði að auka samskipti og samvinnu á milli miðstöðva. Það er trú Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að vel hafi tekist til og vonum við að öll hafi snúið heim með nýjar hugmyndir og gleði í hjarta.  

Deila