Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið í apríl

Það er ýmislegt á döfinni hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða næstu vikurnar og viljum við endilega hvetja fólk til þess að skoða það sem miðstöðin hefur fram að færa. Næstu námskeið eru:

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um að lágmarks þátttaka fáist.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráningarfrestur á námskeið er yfirleitt 3-7 virkir dagar áður en á námskeið á að hefjast.

Allar frekari upplýsingar og skráning í síma: 456-5025 og á vef Fræðslumiðstöðvar www.frmst.is. Athugið að upplýsingar og skráning á fjarkenndu námskeiðin, Hraðlestur og Kvíði barna og unglinga er hjá viðkomandi námskeiðshöldurum. Hraðlestur er frá Hraðlestrarskólanum í samstarfi Námsflokka Hafnarfjarðar og Kvíði barna og unglinga er frá Endurmenntun HÍ.

Raunfærnimat í skipstjórn

Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir raunfrænimati í skipstjórnargreinum.

Með raunfærnimati getur fólk fengið þekkingu og hæfni, sem það hefur aflað sér á vinnumarkaði, metna á móti einingum í námi.

Að loknu raunfærnimati getur fólk lokið því námi sem eftir er í skóla.

Menntaskólinn á Ísafirði fyrirhugað að bjóða nám til skipstjórnarréttinda (A stig, 24 metra) haustið 2016. Skipstjórnarskóli Tækniskólans býður einnig þetta nám.

Inntökuskilyrði: 25 ára aldur og hið minnsta 1125 dagar á sjó.

Þeir sem áhuga hafa á raunfærnimati í skipstjórnargreinum eru hvattir til að hafa samband við Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025 eða með tölvupósti á netfangið smari@frmst.is

Nánari upplýsingar gefur Björn Hafberg, náms og starfsráðgjafi í síma 899-0883.

Vinnufundir um raunfærnimatið verða sem hér segir:

Patreksfjörður Mánudaginn 4. apríl         kl. 20.00  Þekkingarsetrið Skor Aðalstræti 56

Hólmavík Þriðjudaginn 5. apríl         kl. 20.00   Þróunarsetrið Höfðagötu 3

Ísafjörður Miðvikudaginn 6.apríl      kl. 20.00  Fræðslumiðstöð Vestfjarða  Suðurgötu 12.

Eldri færslur