Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, forstöðumaður Háskólagáttar við Háskólann á Bifröst, verður með kynningu á Háskólagáttinni hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði miðvikudaginn 25. maí, kl. 13 – 14.
Háskólagátt er til undirbúnings háskólanámi í hug- og félagsvísindagreinum fyrir þá sem ekki hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun. Námið veitir einnig undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi sem eykur samkeppnishæfni einstaklinga á vinnumarkaði. Háskólagátt er kennd bæði í staðnámi og fjarnámi.
Sjá nánar hér.
Allir eru velkomnir á kynninguna og fólk hvatt til að nýta sér tækifærið til að fræðast um Háskólagátt og annað nám við Háskólann á Bifröst.
- fimmtudagurinn 19. maí 2016
-
Útskriftarnemendur í smáskipanámi
Útskriftarnemendur í Grunnmenntaskólanum
Vorin eru uppskerutíminn í skólunum. Þá njóta nemendur og kennarar afrakstur erfiðis og strits liðinna mánaða. Þá er tími til að fagna og veita sér eitthvað umfram hið venjulega.
Hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða er nú hver hópurinn á fætur öðrum að ljúka námi. Á þriðjudaginn var haldið uppá lok Grunnmenntaskólans, þar sem 9 nemendur luku námi og í gær var haldið upp á lok smáskipanáms, þar sem 10 luku námi. Í næstu viku lýkur svo tveimur síðustu námskeiðunum í íslensku fyrir útlendinga á þessum vetri. Annað þeirra er á Ísafirði og hitt á Bíldudal.
Það hefur verið góður gangur á starfseminni hjá Fræðslumiðstöðinni í vetur. Námsskeið hafa t.d. verið mun fleiri en í fyrra. Sérstaklega hafa íslenskunámskeið fyrir útlendinga gengið vel. Í nokkur ár dróst íslenskukennslan saman ár frá ári, en hefur verið vaxandi síðast liðin 2 ár.
Meðfylgjandi myndir eru frá lokahófum í Grunnmenntaskólanum og smáskipanáminu á Ísafirði.
- föstudagurinn 6. maí 2016
-