Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hvað væri áhugavert að læra? Eða viltu kannski kenna?

Frá námskeiði í vélgæslu.
Frá námskeiði í vélgæslu.
1 af 2

Nú er námskeiðum þessa skólaárs um það bil lokið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þá tekur við undirbúningur fyrir næsta vetur sem felst að stórum hluta í því að ákveða hvað á að bjóða upp á.

Eins og alltaf erum við hjá Fræðslumiðstöðinni opin fyrir öllum góðum hugmyndum hvað varðar námskeið eða námsleiðir. Við viljum því hvetja fólk til að láta okkur vita hvers konar námskeið það vill sjá hjá okkur næsta vetur.

Einnig viljum við gjarnan heyra frá fólki sem langar að deila þekkingu sinni og kunnáttu með öðrum og hugsanlega kenna á námskeiðum hjá Fræðslumiðstöðinni. Þetta gætu verið námskeið í tungumálum, tölvum, samfélagsmiðlum, ferðamálum, tómstundum, persónulegri færni, vinnumarkaðstengd námskeið og svo framvegis.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er ekki með fastráðna kennara heldur aðeins stundakennara. Því stærri sem kennarahópurinn er, því fjölbreyttari námskeið getum við boðið uppá.

Hægt er að koma ábendingum til okkar með tölvupósti frmst@frmst.is eða í síma 456 5025. Öllum ábendingum er vel tekið.  

Deila