Hér hjá okkur í Fræðslumiðstöðinni hefur verið hópur fólks frá Íslandi, Skotlandi og Finlandi sem vinna saman að verkefni sem snýr að kennsluaðferð sem gerir ráð fyrir því að nýta umhverfi og nærsamfélag nemenda við nám. Átta þátttakendur víðs vegar af Vestfjörðum sækja námskeið sem þau bjóða uppá þar sem sérstaklega er unnið með þau tækifæri sem áherslur grenndarkennslu bjóða upp á í sveitarfélögum á Vestfjörðum.
Hópurinn hefur líka komið sér fyrir á túninu fyrir framan Safnahúsið og vinnur þar að líkani þar sem skoðuð eru áhrif kalda stríðsins þá og nú og er ratsjárstöðina á Bolafjalli notuð sem útgangspunktur.
Hingað komu sem sagt 7 aðilar sem tengjast þessu verkefni. Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor við Listháskólann á Íslandi, Elina Härkönen og Timo Jokela kennarar við listkennsludeild Lapplandsháskóla í Finlandi, Roxane Permer og Susan Timmins kennarar við University of the Highlands and Islands, Skotlandi auk nemenda sem tengjast verkefninu. Nánari upplýsingar um verkefni þeirra má sjá hér http://www.coldwarprojects.com/#!iceland/c1fxt.
Hefur verið mikið líf og fjör hjá okkur og gaman að fá svona góðan hóp af áhugasömu fólki um umhverfið og áhrif þess.
- þriðjudagurinn 9. ágúst 2016
-
Fræðslumiðstöðin á í góðu samstarfi við ýmsa aðila sem fá aðstöðu og eftir atvikum aðstoð hjá miðstöðinni fyrir sín námskeið. Tvö slík námskeið eru á döfinni á ágúst sem Fræðslumiðstöðin vill vekja athygli á.
Dagana 19.-20. ágúst fyrirhugar Umhverfisstofun að vera með skotvopnanámskeið á Ísafirði. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Bókleg kennsla fer fram föstudag 19. ágúst kl 18:00-22:00 og haldið áfram daginn eftir frá um 9:00-13:00. Eftir hádegi laugardaginn 20. ágúst er verkleg undirstöðuþjálfun á skotsvæðinu í Dagverðardal. Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu áður en verkleg þjálfun hefst. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör. Mælt er með að nemendur lesi „Skotvopnabókina“ áður en námskeiðið hefst. Bókin fæst í bókabúðum.
Nánari upplýsingar m.a. um skil á gögnum til lögreglu sem og skráning á námskeið má finna á vef Umhverfisstofnunar
Vinnueftirlitið heldur námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á Patreksfirði hjá Þekkingarsetrinu Skor, Aðalstræti 53, dagana 22. og 23. ágúst 2016. Og á Ísafirði, Suðurgötu 12 dagana 24. og 25. ágúst 2016. Námskeiðið stendur yfir í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00. Námskeiðsgjald er krónur 40.500 sem greiðist af atvinnurekanda sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Skráning fer fram á slóðinni: http://skraning.ver.is, eða í síma 550 4600 fyrir 18. ágúst nk. Einnig má hafa samband beint við Guðmund Þór á netfangið gts@ver.is.
- þriðjudagurinn 9. ágúst 2016
- Dagný Sveinbjörnsdóttir