Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skotvopnanámskeið og námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn

Fræðslumiðstöðin á í góðu samstarfi við ýmsa aðila sem fá aðstöðu og eftir atvikum aðstoð hjá miðstöðinni fyrir sín námskeið. Tvö slík námskeið eru á döfinni á ágúst sem Fræðslumiðstöðin vill vekja athygli á.

Dagana 19.-20. ágúst fyrirhugar Umhverfisstofun að vera með skotvopnanámskeið á Ísafirði. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Bókleg kennsla fer fram föstudag 19. ágúst kl 18:00-22:00 og haldið áfram daginn eftir frá um 9:00-13:00. Eftir hádegi laugardaginn 20. ágúst er verkleg undirstöðuþjálfun á skotsvæðinu í Dagverðardal. Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu áður en verkleg þjálfun hefst. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör. Mælt er með að nemendur lesi „Skotvopnabókina“ áður en námskeiðið hefst. Bókin fæst í bókabúðum.

Nánari upplýsingar m.a. um skil á gögnum til lögreglu sem og skráning á námskeið má finna á vef Umhverfisstofnunar

Vinnueftirlitið heldur námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á Patreksfirði hjá Þekkingarsetrinu Skor, Aðalstræti 53, dagana 22. og 23. ágúst 2016. Og á Ísafirði, Suðurgötu 12 dagana 24. og 25. ágúst 2016.  Námskeiðið stendur yfir í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00. Námskeiðsgjald er krónur 40.500 sem greiðist af atvinnurekanda sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Skráning fer fram á slóðinni: http://skraning.ver.is, eða í síma 550 4600 fyrir 18. ágúst nk. Einnig má hafa samband beint við Guðmund Þór á netfangið gts@ver.is.

Verkefnastjóri á suðursvæði Vestfjarða

Fræðslumiðstöð Vestfjarða auglýsir eftir verkefnastjóra  á suðursvæði Vestfjarða.

Starfið felst í verkefnastjórn á starfstöð, kennslu og þróun náms í sjávarútvegi á framhaldsfræðslustigi, einkum í fiskeldi.

Starfshlutfall 100%.

Hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun í náttúrufræði eða sjávarútvegsgreinum.
  • Sjálfstæði, frumkvæði, áhugi, skipulagsfærni og samskiptahæfni
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti
  • Góð tölvufærni.

Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu í fiskeldi eða náttúrurannsóknum og kennsluréttindi.

Laun og önnur kjör eru samkvæmt kjarasamningi FÍN og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

Umsækjandi  þarf að getað hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 30. júlí 2016.

Nánari upplýsingar eru hér að neðan eða hjá forstöðumanni í síma 456 5025 og 862 4017.

Verkefni og hæfnikröfur hjá verkefnastjóra á suðursvæði Vestfjarða.

 

Eldri færslur