Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skapandi leiðir í grenndarkennslu

Hér hjá okkur í Fræðslumiðstöðinni hefur verið hópur fólks frá Íslandi, Skotlandi og Finlandi sem vinna saman að verkefni sem snýr að kennsluaðferð sem gerir ráð fyrir því að nýta umhverfi og nærsamfélag nemenda við nám. Átta þátttakendur víðs vegar af Vestfjörðum sækja námskeið sem þau bjóða uppá þar sem sérstaklega er unnið með þau tækifæri sem áherslur grenndarkennslu bjóða upp á í sveitarfélögum á Vestfjörðum. 

Hópurinn hefur líka komið sér fyrir á túninu fyrir framan Safnahúsið og vinnur þar að líkani þar sem skoðuð eru áhrif kalda stríðsins þá og nú og er ratsjárstöðina á Bolafjalli notuð sem útgangspunktur.

Hingað komu sem sagt 7 aðilar sem tengjast þessu verkefni. Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor við Listháskólann á Íslandi, Elina Härkönen og Timo Jokela kennarar við listkennsludeild Lapplandsháskóla í Finlandi, Roxane Permer og Susan Timmins kennarar við University of the Highlands and Islands, Skotlandi auk nemenda sem tengjast verkefninu. Nánari upplýsingar um verkefni þeirra má sjá hér http://www.coldwarprojects.com/#!iceland/c1fxt.

Hefur verið mikið líf og fjör hjá okkur og gaman að fá svona góðan hóp af áhugasömu fólki um umhverfið og áhrif þess.

Deila