Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Erum við að leita að þér?

Nú þegar vetrarstarfið er að hefjast leitum við hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að áhugasömu fólki til kennslu á ýmsum sviðum, bæði á námskeiðum og lengri námsleiðum. Við óskum eftir fólki með margþætta reynslu og menntun. Kennslan er stundakennsla og fer aðallega fram seinni part og á kvöldin á virkum dögum bæði í staðnámi og fjarnámi. Við  leitum eftir fólki sem gæti t.d. kennt ensku, dönsku, stærðfræði, tölvur og annast kennslu hjá fólki með fötlun. Við erum einnig opin fyrir hugmyndum um námskeið af margvíslegum toga svo ef þið með fyrirlestra eða námskeið sem þið viljið bjóða þá endilega hafið samband. Síminn okkar er 456-5022 og netfangið er frmst@frmst.is einnig er hægt að koma við hjá okkur að Suðurgötu 12 Ísafirði.

Árelía Eydís var flott

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Fimmtudaginn 25. ágúst var Sandarinn og doktorinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir með sitt vinsæla námskeið Sterkari í seinni hálfleik. Námskeiðið markaði upphaf skólaársins 2016- 2017 hjá Fræðslumiðstöðinni. Það var í röð fyrirlestra sem kenndir eru við þriðja skeiðið og fóru af stað eftir áramótin í fyrra og standa út haustönnina. Milli 20 og 30 manns sátu námskeiðið og nutu innihaldsins og tjáningargleði Árelíu Eydísar. Er óhætt að segja að með geislandi framkomu og yfirgripsmikilli þekkingu hafi hún hrifið alla með sér.

Nánar má fræðast um Árelíu Eydísi á heimasíðu hennar.

Næsti fyrirlestur í röðinni verður fimmtudaginn 8. september kl. 17 og mun þá Hildur Elísabet Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur fjalla um öldrun og líffræði öldrunar.

Eldri færslur