Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Árelía Eydís var flott

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Fimmtudaginn 25. ágúst var Sandarinn og doktorinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir með sitt vinsæla námskeið Sterkari í seinni hálfleik. Námskeiðið markaði upphaf skólaársins 2016- 2017 hjá Fræðslumiðstöðinni. Það var í röð fyrirlestra sem kenndir eru við þriðja skeiðið og fóru af stað eftir áramótin í fyrra og standa út haustönnina. Milli 20 og 30 manns sátu námskeiðið og nutu innihaldsins og tjáningargleði Árelíu Eydísar. Er óhætt að segja að með geislandi framkomu og yfirgripsmikilli þekkingu hafi hún hrifið alla með sér.

Nánar má fræðast um Árelíu Eydísi á heimasíðu hennar.

Næsti fyrirlestur í röðinni verður fimmtudaginn 8. september kl. 17 og mun þá Hildur Elísabet Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur fjalla um öldrun og líffræði öldrunar.

Heimsókn frá Farskóla Norðurlands vestra

Gestir og gestgjafar
Gestir og gestgjafar
1 af 6

Starfsfólk hjá Farskóla Norðurlands vestra heimsótti Fræðslumiðstöð Vestfjarða þriðjudaginn 23. ágúst. Farskólinn er systurstofnun Fræðslumiðstöðvarinnar. Starfsfólk miðstöðvanna bar saman bækur sínar og lærði hvert af öðru. Á leið sinni til Ísafjarðar komu þau við á Fræðslumiðstöðinni á Hólmavík og heilsuðu uppá Ingibjörgu Benediktsdóttur. Frá Ísafirði óku þau vestari leiðina og fóru þannig Vestfjarðahringinn.

Í lok heimsóknar sinnar færði Bryndís Þráinsdóttir forstöðumaður Farskólans, Fræðslumiðstöðinni mynd eftir sig af skagfirskri maddömu.

Starfsfólk Farskólans hefur verið duglegt að kynna sér starfsemi annarra símenntunarmiðstöðva og var þetta 6 miðstöðin sem þau heimsækja.

Eldri færslur