Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námsvísir 2016-2017 kominn út!

Nú er hinn árlegi Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða kominn út. Það er að finna upplýsingar um öll þau námskeið sem búið er að ákveða að auglýsa þetta skólaárið en eins og ávalt munu fleiri námskeið bætast við eftir þörfum og eftirspurn og þau auglýst sérstaklega.

Í Námsvísinum kennir ýmissa grasa. Eins og venjulega skiptum við námskeiðunum niður í tungumál, tölvur, tómstundir, endur- og símenntun, réttindanám og starfstengt nám, námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og námskeið fyrir fólk með fötlun.

Námsvísinum er dreift í öll hús og fyrirtæki á Vestfjörðum en einnig má skoða hann hér á vefnum. Það er von Fræðslumiðstöðvarinnar að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og framundan sé góður námsvetur.

Félagsliðabrú - fjarnám

Minnt er á félagsliðabrúna sem er að hefjast hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þessa dagana.

Innstökuskilyrði eru 22ja ára aldur og að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla af viðkomandi sviði.

Námið veitir starfsheitið félagsliði.

Félagsliðabrúin verður kennd á 4 önnum.

Kennsla hefst 12. september í haust og fyrstu önninni lýkur 12. desember.

Kennsla verður yfirleitt í skype á mánudögum kl. 17 - 21.

Nánari upplýsingar eru hér á heimasíður simey.is

Best er að skrá sig hér hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Starfsmenntasjóðir veita félagsmönnum sínum styrki uppí þátttökugjöld.

Eldri færslur