Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Heimsókn frá Farskóla Norðurlands vestra

Gestir og gestgjafar
Gestir og gestgjafar
1 af 6

Starfsfólk hjá Farskóla Norðurlands vestra heimsótti Fræðslumiðstöð Vestfjarða þriðjudaginn 23. ágúst. Farskólinn er systurstofnun Fræðslumiðstöðvarinnar. Starfsfólk miðstöðvanna bar saman bækur sínar og lærði hvert af öðru. Á leið sinni til Ísafjarðar komu þau við á Fræðslumiðstöðinni á Hólmavík og heilsuðu uppá Ingibjörgu Benediktsdóttur. Frá Ísafirði óku þau vestari leiðina og fóru þannig Vestfjarðahringinn.

Í lok heimsóknar sinnar færði Bryndís Þráinsdóttir forstöðumaður Farskólans, Fræðslumiðstöðinni mynd eftir sig af skagfirskri maddömu.

Starfsfólk Farskólans hefur verið duglegt að kynna sér starfsemi annarra símenntunarmiðstöðva og var þetta 6 miðstöðin sem þau heimsækja.

Eva Dögg ráðin hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Eva Dögg Jóhannesdóttir líffræðingur hefur verið ráðin hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða til að annast starfsstöðina á suðursvæðinu og kennslu og þróun náms í fiskeldi. Eva býr á Tálknafirði, en starfsstöðin verður áfram í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði. Hún tekur við starfi Önnu Vilborgar Rúnarsdóttur, sem lét af störfum í sumar, auk þess sem fiskeldispakkinn bætist við Evu.

Hjá Fræðslumiðstöðinni er nú verið að leggja lokahönd á námsvísi fyrir veturinn 2016 – 17. Eins og áður verður í honum boðið uppá ýmiss konar nám og námskeið. Þar sem Eva Dögg er að hefja störf hjá miðstöðinni þessa dagana hefur hún lítið komið að gerð námsvísisins. Hún hvetur því fólk á suðursvæðinu til að koma óskum sínum og hugmyndum á framfæri við sig. Síminn hjá Evu Dögg er 490 5095 / 866 7780. Netfangið er patro@frmst.is.

Fræðslumiðstöðin býður Evu Dögg velkomna til starfa og þakkar Önnu Vilborgu fyrir góð störf.

Eldri færslur