Heimsókn frá Farskóla Norðurlands vestra
Starfsfólk hjá Farskóla Norðurlands vestra heimsótti Fræðslumiðstöð Vestfjarða þriðjudaginn 23. ágúst. Farskólinn er systurstofnun Fræðslumiðstöðvarinnar. Starfsfólk miðstöðvanna bar saman bækur sínar og lærði hvert af öðru. Á leið sinni til Ísafjarðar komu þau við á Fræðslumiðstöðinni á Hólmavík og heilsuðu uppá Ingibjörgu Benediktsdóttur. Frá Ísafirði óku þau vestari leiðina og fóru þannig Vestfjarðahringinn.
Í lok heimsóknar sinnar færði Bryndís Þráinsdóttir forstöðumaður Farskólans, Fræðslumiðstöðinni mynd eftir sig af skagfirskri maddömu.
Starfsfólk Farskólans hefur verið duglegt að kynna sér starfsemi annarra símenntunarmiðstöðva og var þetta 6 miðstöðin sem þau heimsækja.