Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raunfærnimat alltaf í boði

Sólrún Bergþórsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Visku
Sólrún Bergþórsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Visku
1 af 2

Getur raunfærnimat hentað þér?

Raunfærnimat gengur út á kortleggja færni sína og auka möguleika til að bæta við sig í námi eða annarri uppbyggingu. Margir einstaklingar á vinnumarkaðnum hafa í gegnum áralanga reynslu byggt upp umtalsverða færni, en ekki lokið námi af einhverjum ástæðum. Þessir einstaklingar búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Raunfærnimat er einkum ætlað fólki sem hefur verið á vinnumarkaði í a.m.k. þrjú ár og náð 23 ára aldri að lágmarki. Viðkomandi skal hafa aflað sér þekkingar, leikni og hæfni á tilteknu sviði sem nýst getur í námi til lokaprófs eða til skilgreindra starfa á vinnumarkaði.

Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar ásamt lista yfir greinar þar raunfærnimat hefur verið þróað er að finna hér.

Raunfærnimat í vinsælustu greinunum er yfirleitt í gangi hjá einhverjum fræðsluaðila á landinu, en í sumum greinum getur verið bið eftir að raunfærnimat verði haldið.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða getur haft milligöngu um að koma þeim sem áhuga hafa í samband við fræðsluaðila sem býður raunfærnimat í viðkomandi grein.

Nú er t.d. raunfærnimat í skipstjórn í gangi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Viska í Vestmannaeyjum er með raunfærnimat fyrir þá sem hyggjast hefja nám fyrir leikskólaliða, skólaliða og félagsliða. Upplýsingar um raunfærnimat í þeim greinum veitir Sólrún Bergþórsdóttir hjá Visku í síma 481 1950 og netfangi solrunb@eyjar.is

Að lifa heilshugar

Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi hjá Zenter ehf.
Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi hjá Zenter ehf.

Fólk kom jákvætt og brosandi út af námskeiðinu hjá henni Ragnhildi Vigfúsdóttur á fimmtudaginn í síðustu viku. Til þess var líka ætlast. Ragnhildur hélt þá námskeiðið sitt Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi fyrri Vestfirðinga á Ísafirði og Hólmavík. Fjarfundabúnaður var notaður til að tengja fólk saman.

Á námskeiðinu kynnti Ragnhildur jákvæða sálfræði og það sem einkennir einstaklinga sem ná að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Fjallað var um tíu leiðarvísa fyrir þá sem vilja lifa heilshugar. Rætt var um þakklæti, seiglu, von og velvild í eigin garð. Einnig um hvíld, leik og sköpun.

Ragnhildur er markþjálfi hjá Zenter ehf.

BHM og Fræðslumiðstöð Vestfjarða stóðu að námskeiðinu.

Von er á fleiri námskeiðum í samstarfi þeirra á næstu misserum.

Eldri færslur