Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi hjá Zenter ehf.
Fólk kom jákvætt og brosandi út af námskeiðinu hjá henni Ragnhildi Vigfúsdóttur á fimmtudaginn í síðustu viku. Til þess var líka ætlast. Ragnhildur hélt þá námskeiðið sitt Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi fyrri Vestfirðinga á Ísafirði og Hólmavík. Fjarfundabúnaður var notaður til að tengja fólk saman.
Á námskeiðinu kynnti Ragnhildur jákvæða sálfræði og það sem einkennir einstaklinga sem ná að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Fjallað var um tíu leiðarvísa fyrir þá sem vilja lifa heilshugar. Rætt var um þakklæti, seiglu, von og velvild í eigin garð. Einnig um hvíld, leik og sköpun.
Ragnhildur er markþjálfi hjá Zenter ehf.
BHM og Fræðslumiðstöð Vestfjarða stóðu að námskeiðinu.
Von er á fleiri námskeiðum í samstarfi þeirra á næstu misserum.
- mánudagurinn 10. október 2016
-
Salome Elín Ingólfsdóttir
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Fimmtudagskvöldið 13. október, kl. 17 – 19 verður 8. erindið í fyrirlestraröðinni um Þriðja skeiðið – réttindi og tækifæri.
Í erindinu munu þær Salome Elín Ingólfsdóttir næringarfræðingur og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir sjúkraþjálfari fjalla um mikilvægi þess að leggja inn fyrir góðri heilsu og að geta nýtt sér þann sjóð til að bæta lífi við árin. Mataræði og hreyfing eru tengdir þættir þegar kemur að heilsunni og inniheldur erindið hugmyndir af skrefum í átt að heilbrigði og til viðhalds góðrar heilsu út lífið.
Fyrirlestraröðinni Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri er ætlað að kynna fólki sitthvað sem gott er að huga að fyrir framtíðina þegar komið er á miðjan aldur. Hún er því einkum ætluð fólki sem komið er á miðjan aldur, en allir eru velkomnir.
Erindin verða hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði, en verði þátttakendur á Hólmavík eða Patreksfirði verður notaður fjarfundabúnaður til að tengja fólk saman.
Tími: Fimmtudagurinn 13. október kl. 17-19.
Verð: 1.000 kr. á mann.
- fimmtudagurinn 6. október 2016
-