Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fræðslumiðstöðin leitar að nýjum forstöðumanni

Smári Haraldsson sem stýrt hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða allt frá árinu 2001 ætlar að láta af störfum í mars á næsta ári og hefur starf hans nú verið auglýst laust til umsóknar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að sjá um daglegan rekstur miðstöðvarinnar og leiða hana áfram í uppbyggjandi starfi. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri s.s. starfsmannastjórnun og fjármálum, skipulagningu og umsjón með símenntun og framhaldsfræðslu, kynningamálum, þróunarvinnu auk ýmissa annarra tilfallandi verkefna.

Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og er menntun í uppeldis- og kennslufræði kostur. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á fullorðins- og framhaldsfræðslu, þekkingu og reynslu af rekstri og stjórnun og færni í mannlegum samskiptum. Þá skipta frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum miklu máli rétt eins og færni í íslensku ritmáli, ensku og tölvum.

Nánari upplýsingar veitir Nánari upplýsingar veitir Smári Haraldsson í síma 456 5033 eða netfang smari@frmst.is

Vilt þú kenna á fiskvinnslunámskeiði?

Myndin er frá útskrift af fiskvinnslunámskeiði á Ísafirði árið 2012.
Myndin er frá útskrift af fiskvinnslunámskeiði á Ísafirði árið 2012.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða leitar að manneskju til að kenna faggreinar í fiskvinnslu á Vestfjörðum.

Kennt er samkvæmt námsskránni Grunnám fyrir fiskvinnslufólk, sem er ein af vottuðum námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sjá nánar hér.

Starfsfólk Fisktækniskóla Íslands hefur kennt þessar greinarnar með miklum ágætum um land allt. Það munu þau vonandi gera áfram. Þar sem mörg fiskvinnslufyrirtæki á landinu vilja hins vegar gjarnan fá þessi námskeið á sama tíma væri heppilegt að hér heima væri fólk sem gæti kennt þessa námsþætti á sama hátt og heimafólk kennir almennu námsþættina í námskránni.

Námsskráin Grunnám fyrir fiskvinnslufólk samanstendur af 12 námsþáttum sem hver er 4 klukkustundir. Námsskráin er því kennd á 48 klukkustundum eða 6 vinnudögum. Öll kennsla fer fram á dagvinnutíma. Námsþættirnir eru:

  • Atvinnulífið, starfsfólkið og launakerfin
  • Fiskvinnsla – veiðar, vinnslugreinar og markaðsmál
  • Fjölmenning
  • Gæði meðferð matvæla - frá veiðum til vinnslu
  • Hreinlæti og gerlagróður
  • Innra eftirlit í fiskvinnslu fyrirtækjum
  • Samstarf og samskipti á vinnustað
  • Sjálfstyrking
  • Skyndihjálp
  • Umhverfismál og ábyrgar fiskveiðar
  • Vinnuaðstaða og líkamsbeiting
  • Öryggi á vinnustöðum

Fagþættirnir sem kennara vantar í eru:

  • Fiskvinnsla – veiðar, vinnslugreinar og markaðsmál
  • Gæði meðferð matvæla - frá veiðum til vinnslu
  • Hreinlæti og gerlagróður
  • Innra eftirlit í fiskvinnslu fyrirtækjum
  • Umhverfismál og ábyrgar fiskveiðar

Þessi kennsla er ekki stöðug heldur uppáfallandi. Mikilvægt er að geta brugðist skjótt við þegar óskir berast frá fiskvinnslufyrirtækjunum. Kennslan er skemmtileg og gefandi og ágætis aukatekjur fyrir þá sem gætu kennt þetta.

Skilyrði fyrir kennslu er fagþekking í viðkomandi greinum og að þekkja til starfa í fiskvinnslu.

Auk þess þarf viðkomandi að uppfylla þær almennu kröfur sem gerðar eru til starfsfólk hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sem einkum eru samviskusemi, heiðarleiki og góð mannleg samskipti.

Þeir sem hefðu áhuga snúi sér til Smára Haraldssonar forstöðumanns í síma 456 5033 eða netfang smari@frmst.is

Allar ábendingar um heppilega kennara eru líka vel þegnar.

Eldri færslur