Umsækjendur um starf forstöðumanns
Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða rann út fimmtudaginn 15. desember.
Tólf sóttu um starfið. Einn hefur dregið umsókn sína baka vegna þess að hann hafði ráðið sig í annað starf og einn óskaði eftir að nafn hans yrði ekki opinberað að svo stöddu.
Hinir 10 eru:
Andri Ragnas Guðjohnsen meistari í alþjóðaviðskiptum.
Dagbjört Agnarsdóttir, verkefnastjóri.
Hilmar Þór Hafsteinsson, kennari.
Margrét Björk Arnardóttir, náms- og starfsráðgjafi.
Marthen Elvar Veigarsson Olsen, meistaranemi.
Óli Örn Atlason, frístunda- og forvarnarfulltrúi.
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, myndlistarmaður.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur.
Sædís María Jónatansdóttir, deildarstjóri.
Valgeir Ægir Ingólfsson, verkefnastjóri.
Stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar mun nú fara yfir umsóknirnar og velja einn umsækjandann í starf forstöðumanns.
Núverandi forstöðumaður lætur af störfum 1. mars n.k.