Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fiskvinnslunámskeið hjá Jakobi Valgeiri

Þátttakendur í náminu
Þátttakendur í náminu

Fyrirtækið Jakob Valgeir ehf i Bolungarvík notaði tækifærið í verkfalli sjómanna til að bjóða starfsfólki sínu í nám. Það fékk Fræðslumiðsstöð Vestfjarða til að kenna námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem er sérhæfð fyrir fiskvinnslufólk og sniðin að kjarasamningum þess. Með náminu öðlast fólkið starfsheitið sérhæfður fiskvinnslumaður.

Þetta er 128 klukkustunda nám, þar af 48 klukkustundir bóklegt og 80 klukkustundir starfsþjálfun. Þeir sem starfað hafa við fiskvinnslu í ákveðinn tíma fá starfsþjálfunina metna. Kennt var í húsnæði Jakobs Valgeirs. Alls lukku 28 manns náminu, auk 16 sem höfðu áður tekið grunnin og luku nú því sem uppá vantaði.

Upphaf þessa náms fyrir fiskvinnslufólk voru ákvæði í kjarasamningum fyrir mörgum árum. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur í allmörg ár haldið þetta nám víðsvegar um Vestfirði. Nú var það í fyrsta skipti kennt að öllu leyti af heimafólki, en áður hefur Fisktækniskóli Íslands verið fengin til að kenna þá námsþætti sem sérstaklega tengjast fiskvinnslunni. Samstarfið við Fisktækniskólann hefur verið einstaklega gott og verður það áfram. Vandinn hefur verið að fiskvinnslufyrirtæki vilja helst fá námið þegar hlé verður á vinnslunni en Það er gjarnan á sama tíma um allt land, svo sem nú í verkfalli sjómanna. Þess vegna er mjög gott að hafa heimafólk sem getur kennt alla námsþættina, auk þess sem það skapar þekkingu og smá tekjur í heimabyggð.

Þar sem meirihluti starfsmanna fyrirtækisins eru pólskir þurfti að hafa pólska túlka í öllu náminu. Túlkar voru þau Kesja Ewa Szczukiecka-Pacholek, Leszek Witold Smoter og Barabara Gunnlaugsson. Næsta skref verður væntanlega að fá pólska kennara og þurfa ekki að nota túlka.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða þakkar starfsfólki Jakobs Valgeirs fyrir samstarfið, sem og öllum kennurum og túlkum.

Íslenska fyrir útlendinga - kynningarfundur-

Kynningarfundir um Íslensku fyrir útlendinga verða á Ísafirði þriðjudaginn 10. janúar kl. 18 hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 og í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík fimmtudaginn 12. janúar kl. 18.

Kennsla hefst í vikunni á eftir.

Allir eru velkomnir og endilega látið berast til þeirra sem gætu átt erindi.

Íslenska fyrir útlendinga − Icelandic for foreigners − Kursy islandzkiego dla cudzoziemców

Ísafjörður

  • Þriðjudagurinn 10. janúar 2017, kl. 18.
  • Tuesday January 10th at. 18.
  • Wtotek, 10 stycznia, godz. 18.
  • Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12.
  • Kennari: Ólöf Bergmannsdóttir o.fl

Bolungarvík

  • Fimmtudagurinn 12. janúar 2017, kl. 18.
  • Thursday January 12th, at. 18.
  • Czwartek,  12 stycznia, godz. 18:00
  • Staður: Safnaðarheimilið, Aðalstræti 22.
  • Kennari: Zofia Marciniak

Tilgangur kynninganna er að fara yfir fyrirkomulag námsins, sjá hver eftirspurnin er og meta á hvaða stigi væntanlegir þátttakendur er. Kennsla hefst í vikunni á eftir. Allir velkomnir og endilega látið berast til þeirra sem gætu átt erindi.

The purpose of the meetings/presentation is to review the structure of the program, assess the demand for such program and evaluate the level at which prospective participants are. Lessons begins the following week. Everyone is welcome and please give information to those who it may concern.

Celem zebrania jest przedstawienie programu kursu oraz dopasowanie programu kursu do poziomu znajomości jez. islandzkiego ewentualnych jego uczestników. Zajęcia rozpoczną się w następnym tygodniu po zebraniu organizacyjnym. Wszystkich zainteresowanych serdecznie zapraszamy i prosimy o przekazanie tej informacji tym, którzy mogliby skorzystacć z nauki języka islandzkiego.

  • Athugið með styrki stéttarfélaga, þeir eru oftast 75% af þátttökugjaldi.
  • note that the Union´s grant could cover a part of course fee/rate; usually 75%
  • Związki zawodowe dofinansowują kursy, najczęściej 75 % kosztów, ale po ukończeniu kursu.
Eldri færslur