Kynningarfundir um Íslensku fyrir útlendinga verða á Ísafirði þriðjudaginn 10. janúar kl. 18 hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 og í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík fimmtudaginn 12. janúar kl. 18.
Kennsla hefst í vikunni á eftir.
Allir eru velkomnir og endilega látið berast til þeirra sem gætu átt erindi.
Íslenska fyrir útlendinga − Icelandic for foreigners − Kursy islandzkiego dla cudzoziemców
Ísafjörður
- Þriðjudagurinn 10. janúar 2017, kl. 18.
- Tuesday January 10th at. 18.
- Wtotek, 10 stycznia, godz. 18.
- Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12.
- Kennari: Ólöf Bergmannsdóttir o.fl
Bolungarvík
- Fimmtudagurinn 12. janúar 2017, kl. 18.
- Thursday January 12th, at. 18.
- Czwartek, 12 stycznia, godz. 18:00
- Staður: Safnaðarheimilið, Aðalstræti 22.
- Kennari: Zofia Marciniak
Tilgangur kynninganna er að fara yfir fyrirkomulag námsins, sjá hver eftirspurnin er og meta á hvaða stigi væntanlegir þátttakendur er. Kennsla hefst í vikunni á eftir. Allir velkomnir og endilega látið berast til þeirra sem gætu átt erindi.
The purpose of the meetings/presentation is to review the structure of the program, assess the demand for such program and evaluate the level at which prospective participants are. Lessons begins the following week. Everyone is welcome and please give information to those who it may concern.
Celem zebrania jest przedstawienie programu kursu oraz dopasowanie programu kursu do poziomu znajomości jez. islandzkiego ewentualnych jego uczestników. Zajęcia rozpoczną się w następnym tygodniu po zebraniu organizacyjnym. Wszystkich zainteresowanych serdecznie zapraszamy i prosimy o przekazanie tej informacji tym, którzy mogliby skorzystacć z nauki języka islandzkiego.
- Athugið með styrki stéttarfélaga, þeir eru oftast 75% af þátttökugjaldi.
- note that the Union´s grant could cover a part of course fee/rate; usually 75%
- Związki zawodowe dofinansowują kursy, najczęściej 75 % kosztów, ale po ukończeniu kursu.
- sunnudagurinn 8. janúar 2017
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Eitt af fyrstu námskeiðum ársins 2017 kallast Útvarp sem skapandi miðill - þættir af mannabyggð og snortinni náttúru. Um er að ræða námskeið í útvarpsþáttagerð á vegum Kol og salt í samstarfi við Prófessorsembætti Jón Sigurðssonar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum eðli og möguleika útvarps/hljóðmiðilsins og ólíkar leiðir til að segja sögur í gegnum útvarp. Einnig að opna nemendum gáttir til að nýta sér útvarpsmiðilinn á frjóan, áhugaverðan og persónulegan hátt og kynna fyrir nemendum grunnatriði sem lúta að viðtalstækni, klippingu, heimilda- og hugmyndavinnu
Afrakstur námskeiðsins eru þættir sem þátttakendur vinna á tímabilinu - í kringum hálftíma langir. Búin verður til hlaðvarpssíða sem vistar alla þætti verkefnisins og úrval þeirra síðan sent út á Rás 1. Næstu vikur og mánuði eftir að námskeiðinu lýkur verða framleiddir fleiri þættir í samráði við ritstjórn verkefnisins. Greitt verður fyrir alla þætti sem teknir eru til flutnings.
Kennarar eru ekki af verri endanum en aðal kennarar og umsjónarmenn námskeiðsins eru Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Þorgerður E Sigurðardóttir. Gestakennarar verða m.a. Eiríkur Guðmundsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Finnbogi Hermannsson, Halla Ólafsdóttir, Pétur Grétarsson og Vera Illugadóttir.
Kennt verður helgina 14./15. janúar og helgina 11./12. febrúar. Vikurnar fjórar þar á milli verður kennt eitt kvöld í viku í fjarkennslu kl. 17 - 19. Nemendur fá heimaverkefni í viku hverri. Gera þarf ráð fyrir allt að þremur klst. á viku í heimavinnu. Helgarlotur verða á Ísafirði, fjarnám geta nemendur stundað þar sem þeir kjósa.
Áhugasamir skrá sig á námskeiðið hér á síðunni undir Námskeið. Viðbótarupplýsingar sem þurfa að fylgja umsókninni þarf að senda í tölvupósti á smari@frmst.is. Þetta eru upplýsingar um menntun og reynslu viðkomandi sem gæti nýst við gerð útvarpsþátta (stutt ferilskrá, ein A4 síða að hámarki). Einnig er beðið um hugmyndir að efni fyrir þætti sem viðkomandi gæti hugsað sér að vinna að (200 orð að hámarki). Farið verður með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Elísabet Gunnarsdóttir í síma 868 1845.
- þriðjudagurinn 3. janúar 2017
- Dagný Sveinbjörnsdóttir