Efla Svanhildur Hermannsdóttir
Stjórn Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða hefur valið Elfu Svanhildi Hermannsdóttur úr hópi umsækjenda í starf forstöðumanns. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu Elfu Svanhildar síðar í vikunni.
Elfa Svanhildur er þjónustustjóri hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Hún er með B.ed próf frá Kennaraháskóla Ísalands, MPM meistaragráðu í verkefnastjórnun og diplómagráður í sérkennslufræðum blindra og sjónskertra nemenda og stjórnun menntastofnana.
Efla Svanhildur er fædd árið 1979. Hún er í sambúð með Freyr Heiðari Guðmundssyni og eiga þau þrjár dætur, fæddar 2010, 2012 og 2016.
12 umsækjendur sóttu um starfið.
- mánudagurinn 30. janúar 2017
-
Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Menntaskólinn á Ísafirði eru að fara af stað með viðbótarnám í vélgæslu. Á vorönn 2017 verða kenndir áfangarnir kælitækni ( KÆL 122) og vélstjórn (VST 204) og á haustönn 2017 áfanginn rafmagnsfræði (RAF 103). Kennslan fer fram á staðarlotum á Ísafirði; þremur á vorönn og tveimur á haustönn. Á milli lota vinna nemendur verkefni.
Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé orðinn 23 ára og hafi lokið vélgæslunámskeiði. Með viðbótarnáminu öðlast viðkomandi rétt til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (skírteini: Vélavörður (VVY)).
Staður: Staðlotur á Ísafirði.
Lengd: 135 kennslustundir (90 kest. á vorönn og 45 kest. á haustönn 2017) .
Verð: 140.000 kr. Kennslubækur ekki innifaldar. Hægt er að skipta greiðslu niður á annir.
Námsmat: Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 5 til þess að ljúka hverjum áfanga. Einkunn tekur mið af verkefnaskilum, ástundun og skriflegu prófi.
Skráning og nánari upplýsingar eru hér.
- þriðjudagurinn 24. janúar 2017
-