Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Umsækjendur um starf forstöðumanns

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða rann út fimmtudaginn 15. desember.

Tólf sóttu um starfið. Einn hefur dregið umsókn sína baka vegna þess að hann hafði ráðið sig í annað starf og einn óskaði eftir að nafn hans yrði ekki opinberað að svo stöddu.

Hinir 10 eru:

Andri Ragnas Guðjohnsen meistari í alþjóðaviðskiptum.

Dagbjört Agnarsdóttir, verkefnastjóri.

Hilmar Þór Hafsteinsson, kennari.

Margrét Björk Arnardóttir, náms- og starfsráðgjafi.

Marthen Elvar Veigarsson Olsen, meistaranemi.

Óli Örn Atlason, frístunda- og forvarnarfulltrúi.

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, myndlistarmaður.

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur.

Sædís María Jónatansdóttir, deildarstjóri.

Valgeir Ægir Ingólfsson, verkefnastjóri.

 

Stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar mun nú fara yfir umsóknirnar og velja einn umsækjandann í starf forstöðumanns.

Núverandi forstöðumaður lætur af störfum 1. mars n.k.

Fræðslumiðstöðin leitar að nýjum forstöðumanni

Smári Haraldsson sem stýrt hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða allt frá árinu 2001 ætlar að láta af störfum í mars á næsta ári og hefur starf hans nú verið auglýst laust til umsóknar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að sjá um daglegan rekstur miðstöðvarinnar og leiða hana áfram í uppbyggjandi starfi. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri s.s. starfsmannastjórnun og fjármálum, skipulagningu og umsjón með símenntun og framhaldsfræðslu, kynningamálum, þróunarvinnu auk ýmissa annarra tilfallandi verkefna.

Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og er menntun í uppeldis- og kennslufræði kostur. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á fullorðins- og framhaldsfræðslu, þekkingu og reynslu af rekstri og stjórnun og færni í mannlegum samskiptum. Þá skipta frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum miklu máli rétt eins og færni í íslensku ritmáli, ensku og tölvum.

Nánari upplýsingar veitir Nánari upplýsingar veitir Smári Haraldsson í síma 456 5033 eða netfang smari@frmst.is

Eldri færslur