Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða rann út fimmtudaginn 15. desember.
Tólf sóttu um starfið. Einn hefur dregið umsókn sína baka vegna þess að hann hafði ráðið sig í annað starf og einn óskaði eftir að nafn hans yrði ekki opinberað að svo stöddu.
Hinir 10 eru:
Andri Ragnas Guðjohnsen meistari í alþjóðaviðskiptum.
Dagbjört Agnarsdóttir, verkefnastjóri.
Hilmar Þór Hafsteinsson, kennari.
Margrét Björk Arnardóttir, náms- og starfsráðgjafi.
Marthen Elvar Veigarsson Olsen, meistaranemi.
Óli Örn Atlason, frístunda- og forvarnarfulltrúi.
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, myndlistarmaður.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur.
Sædís María Jónatansdóttir, deildarstjóri.
Valgeir Ægir Ingólfsson, verkefnastjóri.
Stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar mun nú fara yfir umsóknirnar og velja einn umsækjandann í starf forstöðumanns.
Núverandi forstöðumaður lætur af störfum 1. mars n.k.
- mánudagurinn 19. desember 2016
-
Smári Haraldsson sem stýrt hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða allt frá árinu 2001 ætlar að láta af störfum í mars á næsta ári og hefur starf hans nú verið auglýst laust til umsóknar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að sjá um daglegan rekstur miðstöðvarinnar og leiða hana áfram í uppbyggjandi starfi. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri s.s. starfsmannastjórnun og fjármálum, skipulagningu og umsjón með símenntun og framhaldsfræðslu, kynningamálum, þróunarvinnu auk ýmissa annarra tilfallandi verkefna.
Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og er menntun í uppeldis- og kennslufræði kostur. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á fullorðins- og framhaldsfræðslu, þekkingu og reynslu af rekstri og stjórnun og færni í mannlegum samskiptum. Þá skipta frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum miklu máli rétt eins og færni í íslensku ritmáli, ensku og tölvum.
Nánari upplýsingar veitir Nánari upplýsingar veitir Smári Haraldsson í síma 456 5033 eða netfang smari@frmst.is
- fimmtudagurinn 17. nóvember 2016
- Dagný Sveinbjörnsdóttir