Fræðslumiðstöðin leitar að nýjum forstöðumanni
Smári Haraldsson sem stýrt hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða allt frá árinu 2001 ætlar að láta af störfum í mars á næsta ári og hefur starf hans nú verið auglýst laust til umsóknar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að sjá um daglegan rekstur miðstöðvarinnar og leiða hana áfram í uppbyggjandi starfi. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri s.s. starfsmannastjórnun og fjármálum, skipulagningu og umsjón með símenntun og framhaldsfræðslu, kynningamálum, þróunarvinnu auk ýmissa annarra tilfallandi verkefna.
Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og er menntun í uppeldis- og kennslufræði kostur. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á fullorðins- og framhaldsfræðslu, þekkingu og reynslu af rekstri og stjórnun og færni í mannlegum samskiptum. Þá skipta frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum miklu máli rétt eins og færni í íslensku ritmáli, ensku og tölvum.
Nánari upplýsingar veitir Nánari upplýsingar veitir Smári Haraldsson í síma 456 5033 eða netfang smari@frmst.is