Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið um núvitund - vel heppnuð byrjun á samstarfi Fræðslumiðstöðvarinnar og BHM

1 af 2

Síðastliðinn þriðjudag, 12. apríl, var haldið mjög vel heppnað námskeið um núvitund hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Kennari á námskeiðinu var Bryndís Jóna Jónsdóttir, margreyndur núvitundarkennari.

Núvitundarnámskeið hafa verið afar vinsæl á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri en illa gengið að koma á slíku hér fyrir vestan þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Á endanum var leitað til stéttarfélagsins BHM sem hefur verið að bjóða sínum félagsmönnum að fræðast um núvitund. Og viti menn, þar á bæ var tekið vel í að gera tilraun með samstarf á þann veg að BHM útvegaði kennara og biði sínu fólki og Fræðslumiðstöðin fengi að auglýsa námskeiðið fyrir aðra.

Í stuttu máli tókst þetta vonum framar. Alls voru 34 sem sóttu námskeiðið, þar af þrjár konur á Patreksfirði og fjórar á Hólmavík. Mun þetta líklega vera í fyrsta skipti sem hugleiðsla hefur farið fram í gegnum fjarfundabúnað hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, en stutt hugleiðsla var ein af þeim æfingum sem kynnt var fyrir þátttakendum. Þátttakendur á námskeiðinu eru án efa betur meðvitaðir um mikilvægi þess að vera hér og nú, að njóta líðandi stundar og veita henni athygli og láta ekki gærdaginn eða verkefni morgundagsins trufla daginn í dag.

Það er von okkar hjá Fræsðumiðstöðinni að þetta verði upphafið að farsælu samstarfi milli miðstöðvarinnar og BHM og í framtíðinni verði hægt að bjóða upp á fleiri námskeið fyrir aðildarfélaga en jafnframt að hafa þau opin öðrum.  

Námskeið í apríl

Það er ýmislegt á döfinni hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða næstu vikurnar og viljum við endilega hvetja fólk til þess að skoða það sem miðstöðin hefur fram að færa. Næstu námskeið eru:

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um að lágmarks þátttaka fáist.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráningarfrestur á námskeið er yfirleitt 3-7 virkir dagar áður en á námskeið á að hefjast.

Allar frekari upplýsingar og skráning í síma: 456-5025 og á vef Fræðslumiðstöðvar www.frmst.is. Athugið að upplýsingar og skráning á fjarkenndu námskeiðin, Hraðlestur og Kvíði barna og unglinga er hjá viðkomandi námskeiðshöldurum. Hraðlestur er frá Hraðlestrarskólanum í samstarfi Námsflokka Hafnarfjarðar og Kvíði barna og unglinga er frá Endurmenntun HÍ.

Eldri færslur