Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nýtt ár - ný tækifæri

Nám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða er fyrir alls konar fólk á ólíkum aldri og með ólíkan bakgrunn.
Nám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða er fyrir alls konar fólk á ólíkum aldri og með ólíkan bakgrunn.

Fræðslumiðstöðin óskar nemendum sínum, kennurum og Vestfirðingum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Nýju ári fylgja oft fyrirheit um eitthvað sem fólk vill breyta eða bæta. Eitt af því getur verið að efla sjálfan sig á einhvern hátt og þar getur Fræðslumiðstöð Vestfjarða oft orðið að liði. Ýmiskonar námskeið og lengra nám verður í boði hjá Fræðslumiðstöðinni á vorönn 2016. Námið er auglýst með blöðungum sem dreift er í hús, hér á heimasíðunni og einnig á facebook síðu miðstöðvarinnar. Fólk er hvatt til þess að kynna sér það sem er í boði. Öllum hugmyndum um annað áhugavert nám sem ætti að koma á fót er einnig vel tekið.

Sundnámskeið á Hólmavík

Þriðjudaginn 24. nóvember hefst sundnámskeið á Hólmavík á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.  Þetta er í fyrsta skipti sem miðstöðin stendur fyrir slíku námskeiði á Hólmavík og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. 

Á námskeiðinu verður byrjað frá grunni og undirstöðuatriði sundaðferða kynnt. Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að bæta sundkunnáttuna. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái tökum á grunnatriðum sundsins, geti synt tæknilega rétt og nýtt sér sund til heilsuræktar og ánægju.


Meira
Eldri færslur