Ein af mikilvægum stoðum í starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er kennsla í íslensku fyrir þá sem eiga annað móðurmál. Boðið hefur verið upp á námskeið á ýmsum getustigum og lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir.
Mánudaginn 11. janúar kl. 18 verður kynning á íslenskunáminu sem fyrirhugað er á Ísafirði á vorönn. Tilgangur kynningarinnar er að fara yfir fyrirkomulag námsins, sjá hver eftirspurnin er og meta á hvaða stigi væntanlegir þátttakendur er. Kennsla hefst í vikunni á eftir.
Allir velkomnir og endilega látið berast til þeirra sem gætu átt erindi.
- þriðjudagurinn 5. janúar 2016
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Nám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða er fyrir alls konar fólk á ólíkum aldri og með ólíkan bakgrunn.
Fræðslumiðstöðin óskar nemendum sínum, kennurum og Vestfirðingum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Nýju ári fylgja oft fyrirheit um eitthvað sem fólk vill breyta eða bæta. Eitt af því getur verið að efla sjálfan sig á einhvern hátt og þar getur Fræðslumiðstöð Vestfjarða oft orðið að liði. Ýmiskonar námskeið og lengra nám verður í boði hjá Fræðslumiðstöðinni á vorönn 2016. Námið er auglýst með blöðungum sem dreift er í hús, hér á heimasíðunni og einnig á facebook síðu miðstöðvarinnar. Fólk er hvatt til þess að kynna sér það sem er í boði. Öllum hugmyndum um annað áhugavert nám sem ætti að koma á fót er einnig vel tekið.
- þriðjudagurinn 5. janúar 2016
- Dagný Sveinbjörnsdóttir