Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Íslenska og fjölmenningarsamfélagið - Ráðstefna á Ísafirði

Undanfarið ár hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða átt aðild að verkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Einn liður í verkefninu er að skoða leiðir í íslenskukennslu fyrir útlendinga og hvernig megi efla íslenskukunnáttu.

Miðvikudaginn 8. október verður ráðstefna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á vegum verkefnisins og Fjölmenningarseturs um íslenskunám og  þátttöku innflytjenda í  íslensku samfélagi.

Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu. Hins vegar eru væntanlegir þátttakendur beðnir að skrá sig með því að senda á tölvupóst í menntun.nuna@bifrost.is

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:

Kl. 10:00 til 10:15  Setningarávarp

Kl. 10:15 til 12:00  Árangursríkar aðferðir við íslenskukennslu kynntar

-        Íslenskuþorpið

-        Íslenskukennsla í gegnum leiklist – tilraunaverkefni á Flateyri

-        Starfstengd íslenskunámskeið á vegum Mímis

-        Landnemaskólinn II

Kl. 12:00 til 13:00   Léttur hádegisverður og vinnustofa

Kl. 13:00 til 14:40   Samfélagsleg aðlögun – árangursríkar aðferðir

-        Stefnumótun Innflytjendaráðs

-        Íslenska sem lykill að samskiptum og þátttöku í samfélaginu

-        Fjölmenningarleg ævintýri Borgarbókasafns

-        Söguskjóðan í Dalvíkurbyggð

-        Að flytja til Íslands - reynslusögur

Kl. 14:40 til 15:00     Kaffihlé

Kl. 15:00 til 16:00     Pallborð og umræður 

Ráðstefnustjóri er Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst

Húsin í bænum - nýtt námskeið

Ísafjörður er meðal elstu kaupstaða landsins og hafa þar varðveist hús og húsaþyrpingar frá öllum byggingaskeiðum þéttbýlis á Íslandi, frá því fyrir 1800 og allt til okkar daga. Það er vinsælt hjá ýmiskonar hópum sem heimsækja Ísafjörð eða koma þar saman að ganga um bæinn og fræðast um húsin.

Það er kannski minna um að heimamenn taki þátt í slíkum viðburðum en nú er einmitt tækifæri til þess að kynnast sögu bæjarins og húsanna því fimmtudaginn 9. október hefst námskeið sem kallast Húsin í bænum.


Meira
Eldri færslur