Ísafjörður er meðal elstu kaupstaða landsins og hafa þar varðveist hús og húsaþyrpingar frá öllum byggingaskeiðum þéttbýlis á Íslandi, frá því fyrir 1800 og allt til okkar daga. Það er vinsælt hjá ýmiskonar hópum sem heimsækja Ísafjörð eða koma þar saman að ganga um bæinn og fræðast um húsin.
Það er kannski minna um að heimamenn taki þátt í slíkum viðburðum en nú er einmitt tækifæri til þess að kynnast sögu bæjarins og húsanna því fimmtudaginn 9. október hefst námskeið sem kallast Húsin í bænum.
Meira
- föstudagurinn 3. október 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Hvorki meira né minna en fimm námskeið fara af stað í næstu viku ef þátttaka fæst. Stefnt er á að námskeið í Outlook2010 hefjist mánudaginn 6. október. Þriðjudaginn 7. október er upphafsdagur Excel – grunnnámskeiðs og líka Spænsku fyrir byrjendur. Miðvikudaginn 8. október er Pólska II á dagskrá og fimmtudaginn 9. október er komið að Húsunum í bænum. Allt eru þetta spennandi og áhugaverð námskeið hvert á sinn hátt.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.
- miðvikudagurinn 1. október 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir