Nemendur með Sjómannabókina, ásamt Guðbirni Páli kennara og Smára forstöðumanni.
Hraðfrystihúsið Gunnvör færði nemendum í Grunnskólanum á Ísafirði, sem leggja stund á smáskipanám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, að gjöf bókina Sjómannabók eftir Pál Ægi Pétursson. Bókin er handbók fyrir sjómenn í flestu því sem máli skiptir við sjómennsku og stjórnun skipa og er hin vandaðasta; vel framsett og fallega myndskreytt.
Fræðslumiðstöðin þakkar Hraðfrystihúsinu Gunnvöru fyrir þessa góðu gjöf. Það er mikilvægt fyrir stofnun eins og Fræðslumiðstöð Vestfjarða að hafa góða bakhjarla, sem láta sig skipta starfsemi hennar og viðgang. Það á Fræðslumiðstöðin í ríkum mæli og er t.d. ánægjulegt hvað aðilar vinnumarkaðarins beggja vegna borðs, tala einum rómi í fræðslumálum fullorðinna.
Veturinn 2014 – 2015 kennir Fræðslumiðstöð Vestfjarða í annað skipti smáskipanám fyrir Grunnskólann á Ísafirði. Nú eru 11 nemendur úr Grunnskólanum í þessu námi hjá miðstöðinni. Á vorönn 2014 kenndi Fræðslumiðstöðin einnig smáskipanám fyrir Grunnskóla Bolungarvíkur og verður vonandi framhald af því á vorönn 2015.
Kennari í smáskipanáminu er Guðbjörn Páll Sölvason.
Meðfylgjandi mynd er af nemendum með Sjómannabókina, ásamt Guðbirni Páli kennara og Smára forstöðumanni.
Á myndina vantar Jón Hjört Jóhannesson.
- þriðjudagurinn 7. október 2014
-
Undanfarið ár hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða átt aðild að verkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Einn liður í verkefninu er að skoða leiðir í íslenskukennslu fyrir útlendinga og hvernig megi efla íslenskukunnáttu.
Miðvikudaginn 8. október verður ráðstefna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á vegum verkefnisins og Fjölmenningarseturs um íslenskunám og þátttöku innflytjenda í íslensku samfélagi.
Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu. Hins vegar eru væntanlegir þátttakendur beðnir að skrá sig með því að senda á tölvupóst í menntun.nuna@bifrost.is
Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:
Kl. 10:00 til 10:15 Setningarávarp
Kl. 10:15 til 12:00 Árangursríkar aðferðir við íslenskukennslu kynntar
- Íslenskuþorpið
- Íslenskukennsla í gegnum leiklist – tilraunaverkefni á Flateyri
- Starfstengd íslenskunámskeið á vegum Mímis
- Landnemaskólinn II
Kl. 12:00 til 13:00 Léttur hádegisverður og vinnustofa
Kl. 13:00 til 14:40 Samfélagsleg aðlögun – árangursríkar aðferðir
- Stefnumótun Innflytjendaráðs
- Íslenska sem lykill að samskiptum og þátttöku í samfélaginu
- Fjölmenningarleg ævintýri Borgarbókasafns
- Söguskjóðan í Dalvíkurbyggð
- Að flytja til Íslands - reynslusögur
Kl. 14:40 til 15:00 Kaffihlé
Kl. 15:00 til 16:00 Pallborð og umræður
Ráðstefnustjóri er Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst
- þriðjudagurinn 7. október 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir