Suðurgata 12 á Ísafirði
Mánudaginn 29. september kl. 18, verður kynning á Landnemaskóla 2 og íslensku fyrir þá sem hafa lokið íslensku 1 og 2.
Kynningin verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði.
Landnemaskóli II er 120 kennslustundir og ætlaður þeim sem eru eldri en 20 ára, af erlendum uppruna og hafa lokið Landnemaskóla I.
Kenndar verða 60 stundir á haustönn 2014 og 60 stundir á vorönn 2015.
Verð: 11.500 kr. á þátttakenda á hvorri önn.
Námsþættir:
Námsþættir
|
Kest
|
Kynning
|
2
|
Atvinnulífið, réttindi og skyldur
|
12
|
Frumkvöðlafræði
|
12
|
Heilsa og heilbrigði
|
4
|
Íslenska
|
50
|
Lífsleikni og tjáning
|
10
|
Menning og samfélag
|
20
|
Náms- og starfráðgjöf
|
8
|
Mat á námi og námsleiðum
|
2
|
Samtals
|
120
|
Sjá nánari lýsingu á Landnemaskóla II hér
Skráning er hér
Íslenskan er kennd samkvæmt námsskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem náminu er skipt í 60 kennslustunda áfanga. Þeir sem hafa lokið 1. og 2. áfanganum og vilja læra meira eiga erindi á kynningarfundinn.
- föstudagurinn 26. september 2014
-
Mánudaginn 22. september hélt Brynja Arthúrsdóttir, erindi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða undir heitinu Að umgangast blinda og sjónskerta. Brynja er kynningarfulltrúi Blindrafélagsins og þekkir af eigin raun að vera alsjáandi, sjónskert og alblind.
Í erindi sínu rakti Brynja helstu ástæður sjónmissis, helstu erfiðleika við sjónmissi og hvernig best sé að umgangast og aðstoða sjónskerta og blinda og hvað beri að varast. Brynja sýnd stutta kvikmynd með Radíusbræðrum þar sem sýnt var með áhrifaríkum hætti hvernig ætti og hvernig ætti ekki að umgangast blinda og sjónskerta. Það á t.d. hvorki að draga hina sjónskertu á eftir sér að ýtta þeim á undan sér eins og hjólbörum. Þá sýndi Brynja nokkur hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta og leyfði fólki að prófa hermigleraugu, sem sýna mismunandi sjónskerðingar og grímur, sem fólk gat sett upp til að líkja eftir blindu. Reyndi fólk að ganga um húsið með grímurnar eitt sér eða leitt af öðrum.
Um 40 manns sótti fyrirlesturinn og voru þátttakendur sammála um að hann hafi verið einstaklega fræðandi og skemmtilegur.
Miðvikudaginn 1. október, kl. 17 – 19, munu þau Vala Jóna Garðarsdóttir og Halldór Sævar Guðbrandsson á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, vera með samsvarandi fyrirlestur hjá Fræðslumiðstöðinni í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði.
Fyrirlesturinn er fólki að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir.
Meðfylgjandi myndir af Brynju Arthúrsdóttur og þátttakendum tók Sigurjón Sigurðsson.
- þriðjudagurinn 23. september 2014
-