Hvorki meira né minna en fimm námskeið fara af stað í næstu viku ef þátttaka fæst. Stefnt er á að námskeið í Outlook2010 hefjist mánudaginn 6. október. Þriðjudaginn 7. október er upphafsdagur Excel – grunnnámskeiðs og líka Spænsku fyrir byrjendur. Miðvikudaginn 8. október er Pólska II á dagskrá og fimmtudaginn 9. október er komið að Húsunum í bænum. Allt eru þetta spennandi og áhugaverð námskeið hvert á sinn hátt.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.
- miðvikudagurinn 1. október 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Suðurgata 12 á Ísafirði
Mánudaginn 29. september kl. 18, verður kynning á Landnemaskóla 2 og íslensku fyrir þá sem hafa lokið íslensku 1 og 2.
Kynningin verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði.
Landnemaskóli II er 120 kennslustundir og ætlaður þeim sem eru eldri en 20 ára, af erlendum uppruna og hafa lokið Landnemaskóla I.
Kenndar verða 60 stundir á haustönn 2014 og 60 stundir á vorönn 2015.
Verð: 11.500 kr. á þátttakenda á hvorri önn.
Námsþættir:
Námsþættir
|
Kest
|
Kynning
|
2
|
Atvinnulífið, réttindi og skyldur
|
12
|
Frumkvöðlafræði
|
12
|
Heilsa og heilbrigði
|
4
|
Íslenska
|
50
|
Lífsleikni og tjáning
|
10
|
Menning og samfélag
|
20
|
Náms- og starfráðgjöf
|
8
|
Mat á námi og námsleiðum
|
2
|
Samtals
|
120
|
Sjá nánari lýsingu á Landnemaskóla II hér
Skráning er hér
Íslenskan er kennd samkvæmt námsskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem náminu er skipt í 60 kennslustunda áfanga. Þeir sem hafa lokið 1. og 2. áfanganum og vilja læra meira eiga erindi á kynningarfundinn.
- föstudagurinn 26. september 2014
-