Ein af megin stoðunum í starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða eru svokallaðar námsleiðir sem kenndar eru samkvæmt námsskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þar er um er að ræða 60-300 kennslustunda nám ætlað fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla en vill annað hvort komast af stað í almennu námi eða eflast í starfi. Þriðjudaginn 23. september kl. 18:00 verður kynning hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirð þeim námsskrám sem settar hafa verið á dagskrá nú í haust.
Meira
- fimmtudagurinn 18. september 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Fimmtudaginn 18. september kl. 18:00 verður kynning á námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga á Ísafirði. Kynningin er hugsuð til þess að fara yfir fyrirkomulag námsins með væntanlegum þátttakendum og eins til þess að kanna kunnáttu þeirra þannig að hægt sé að skipta í hópa eftir því á hvaða stigi fólk er. Stefnt er að því að kennsla hefjist svo í næstu viku bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Fræðslumiðstöðin hvetur alla áhugasama til þess að mæta, það er alltaf hægt að skerpa á og bæta málakunnáttuna.
- þriðjudagurinn 16. september 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir