Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á Svæðisleiðsögunámi

Þriðjudaginn 9. september kl. 18:00  verður kynning á Svæðisleiðsögunámi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Á fundinum verður farið yfir fyrirkomulag námsins, s.s. uppbyggingu, námsþætti og kennara. Fundurinn verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði og sendur út í gegnum fjarfundabúnað til Hólmavíkur (Hnyðja) , Bíldudals (Skrímslasetur), Patreksfjarðar (Skor) og Reykhóla (Grunnskólinn).

Nánari upplýsingar má finna hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar undir Námskeið – Réttindanám og einnig hjá Sólveigu Bessu Magnúsdóttur í síma 849 8691.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér þetta spennandi nám.

Hvar er hægt að sækja námskeið?

Nú þegar Fræðslumiðstöð Vestfjarða er að kynna námsframboðið næsta vetur er rétt að leggja áherslu á að miðstöðin kappkostar að þjóna sem flestum á Vestfjörðum. Þótt flest námskeiðin séu auglýst á Ísafirði er oft hægt að setja námskeið upp hvar sem er á Vestfjöðrum og í sumum tilfellum er unnt að fjarkenna námskeið þangað sem er fjarfundabúnaður, þótt þau séu auglýst í staðkennslu.


Meira
Eldri færslur