Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raunfærnimat í gangi

Raunfærnimat í nokkrum greinum er í gangi innan tilraunaverkefnisins um hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjördæmi. Nýlega luku 7 menn raunfærnimati í skipstjórn á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og áður höfðu 14 manns í kjördæminu lokið raunfærnimati í skipstjórn á vegum símenntunarmiðstöðvarinnar Visku í Vestmannaeyjum. Auk þessara sem þegar hafa lokið raunfærnimati í skipstjórn, hafa um 20 manns lokið undirbúningi og munu gangast undir mat í byrjum október. Flestir þeirra sem gangast undir raunfærnimat í skipstjórn eru frá Vestfjörðum og langflestir þeirra stunda nám í skipstjórnarfræðum til A stigs réttinda við Menntaskólann á Ísafirði. Með raunfærnimatinu fá þeir kunnáttu og reynslu sína til sjós metna á móti áföngum í náminu og stytta þannig eða auðvelda sér námið.

 

Auk raunfærnimats í skipstjórn gangast fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar í kjördæminu einnig fyrir raunfærnimati í fisktækni (fiskvinnslu). Nú þegar hafa 17 manns lokið mati í fisktækni, allar á Norðurlandi vestra. Í vinnslu er raunfærnimat í fiskvinnslu á Vestfjörðum, slátrun á Norðurlandi vestra og raunfærnimat í félagsliða-, stuðningsfulltrúa- og leikskólaliðagreinum og ná þær greinar alls kjördæmisins. Fáeinir hafa farið í raunfærnimat í öðrum greinum, einkum hjá Iðunni - fræðslusetri.

 

Raunfærnimatið er allt á vegum tilraunaverkefnisins um hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjördæmi og fjármagnað af því.

Ýmsar námsleiðir í boði - kynning 23. september

Ein af megin stoðunum í starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða eru svokallaðar námsleiðir sem kenndar eru samkvæmt námsskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þar er um er að ræða 60-300 kennslustunda nám ætlað fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla en vill annað hvort komast af stað í almennu námi eða eflast í starfi. Þriðjudaginn 23. september kl. 18:00 verður kynning hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirð þeim námsskrám sem settar hafa verið á dagskrá nú í haust. 


Meira
Eldri færslur