Nú er komin nokkuð góð mynd af því sem í boði verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þetta skólaárið. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem fólk hefur áhuga á lengri námsleiðum, tómstundanámskeiðum, tungumálum, tölvum eða vilja eflast í starfi.
Meira
- miðvikudagurinn 27. ágúst 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands stendur fyrir námskeiði um torf- og grjóthleðslu í Breiðuvík 19. og 20. september n.k.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti, hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki.
Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti.
Lögð er áhersla á verklega kennslu. Endurhlaðinn verður veggur ofl. á námskeiðinu.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Kennari: Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundarkennari við LbhÍ.
Tími (ný dagsetning): Fös. 19. sept, kl. 9:00-17:00 og lau. 20. sept 9:00-16:00 í Breiðavík Vesturbyggð (18 kennslustundir).
Skráning er hjá Endurmenntun Lbhi, www.lbhi.is/namskeid
Skráningarfrestur er til 10. sept.
Verð: 33.000 kr. (Fæði og gögn innifalin í verði) (gisting fyrir þá er þurfa).
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.
- þriðjudagurinn 19. ágúst 2014
-