Þá eru starfsmenn Fræðslumiðstöðvarinnar komnir aftur til starfa eftir sumarleyfi og vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa vetrarstarfið. Við viljum hvetja þá sem hafa einhverjar námskeiðshugmyndir eða óskir um tiltekin námskeið til að hafa samband við okkur og ræða málið, annað hvort í síma 456 5025 eða með tölvupósti á frmst@frmst.is.
Meira
- miðvikudagurinn 6. ágúst 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Miðvikudaginn 11. júní lauk þremur námskeiðum í spænsku, tveim námskeiðum fyrir byrjendur og einu fyrir þá sem lengra voru komnir. Námskeiðunum lauk með tilheyrandi viðhöfn og afhendingu skírteina. Kennari á námskeiðunum var Jorge Campos Fernández. Hann býr í El Salvador og notaði tækifærið í sinni stuttu dvöl hér á landi að kenna okkur spænsku og kynna land sitt og þjóð.
Meira
- mánudagurinn 16. júní 2014
-