Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fyrri hluta viðbótarnáms í vélstjórn lokið

Frá því í janúar hafa sex vaskir menn lagt stund á viðbótarnám í vélstjórn hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði. Námið er blanda af fjarnámi og staðarlotum á Ísafirði og nú um síðustu helgi lauk síðustu lotu þessarar annar. Þetta misserið hafa nemendurnir numið kælitækni og vélstjórn en í haust ljúka þeir náminu með því að taka áfanga í rafmagnsfræði.


Meira

Frí spænskunámskeið í boði Diaz fjölskyldunnar

Í maí verður boðið upp á tvö spænskunámskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þátttakendum að kostnaðarlausu. Annars vegar er það námskeið fyrir byrjendur og hins vegar námskeið fyrir þá sem hafa einhvern grunn í málinu. Hvort námskeið verður kennt tvisvar í viku kl. 18:00-20:00, alls í 10 skipti.


Meira
Eldri færslur