Radar – gjöf frá Brimrúnu
Nú er verið að koma fyrir radar á Vestrahúsinu á Ísafirði. Hann er gjöf frá fyrirtækinu Brimrúnu ehf til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Radarinn er af gerðinni Furuno, með 64 sjómíla langdrægni, innbyggðu sjókorti, kortaplotter og 20 tomma litaskjá. Radarinn er notaður en ný yfirfarinn og í ágætu standi. Fyrirtækið Særaf á Ísafirði hafði milligöngu um gjöfina og sér um uppsetningu ásamt Vélsmiðjunni Þristi.
Menn frá Særafi og Þristi voru einmitt í góða veðrinu í dag, upp á þaki á Vestrahúsinu að koma radarnum fyrir.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða þakkar fyrir þessa góðu gjöf, sem mun nýtast vel við kennslu í skipstjórnarnáminu.