Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fyrri hluta viðbótarnáms í vélstjórn lokið

Frá því í janúar hafa sex vaskir menn lagt stund á viðbótarnám í vélstjórn hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði. Námið er blanda af fjarnámi og staðarlotum á Ísafirði og nú um síðustu helgi lauk síðustu lotu þessarar annar. Þetta misserið hafa nemendurnir numið kælitækni og vélstjórn en í haust ljúka þeir náminu með því að taka áfanga í rafmagnsfræði.

Þetta er í annað skipti sem Fræðslumiðstöðin býður upp á þetta nám. Námið veitir rétt til að vera vélavörður á skipi sem er allt að 24 m að lengd og með vél allt að 750 kW og er ætlað þeim sem áður hafa lokið vélgæslunámi. Vélgæslunám hefur verið í boði árum saman og margir lokið því. Þróunin hefur hins vegar verið sú að bátar hafa stækkað og vélar orðið öflugir og því var orðin þörf á mönnum með aukin réttindi. Eitt af hlutverkum Fræðslumiðstöðvarinnar er að bregðast við þörfum atvinnulífsins fyrir menntun og fellur viðbótarnám í vélstjórn vel að því markmiði.

Deila