Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á raunfærnimati

Kynning á raunfærnimati verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði mánudaginn 7. apríl kl. 12.

Tilraunaverkefnið um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi stendur fyrir kynningunni.

Gestum verður boðið uppá súpu og brauð að hætti Edinborg Bistro.

Allir velkomnir.

Sjá nánar.

Námskeið til undirbúnings fyrir skemmtibátapróf

Mánudaginn 7. apríl er stefnt að því að hefja námskeið til undirbúnings fyrir þá sem vilja taka skemmtibátapróf ef næg þátttaka fæst. Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Námskeiðinu lýkur með bóklegu og verklegu prófi. 


Meira
Eldri færslur