Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeið til undirbúnings fyrir skemmtibátapróf

Mánudaginn 7. apríl er stefnt að því að hefja námskeið til undirbúnings fyrir þá sem vilja taka skemmtibátapróf ef næg þátttaka fæst. Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Námskeiðinu lýkur með bóklegu og verklegu prófi. 


Meira

Prjónað og heklað með pólskum leiðbeinanda

Það er ekki oft sem Fræðslumiðstöðin býður upp á tómstundanámskeið þar sem kennt er á öðrum tungumálum en íslensku en í næstu viku verður boðið upp á tvö námskeið með pólskum leiðbeinanda. Annars vegar prjónanámskeið og hins vegar námskeið í hekli.


Meira
Eldri færslur