Námskeið til undirbúnings fyrir skemmtibátapróf
Til þess að sigla skemmtibát lengri en 6 m þarf að ljúka skemmtibátaprófi en það veitir siglingaréttindi á skemmtibáta allt að 24 m á lengd.
Mánudaginn 7. apríl er stefnt að því að hefja námskeið til undirbúnings fyrir þá sem vilja taka skemmtibátapróf ef næg þátttaka fæst. Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Námskeiðinu lýkur með bóklegu og verklegu prófi. Prófið er 4 klukkustundir og þurfa nemendur að lágmarki 7 í einkunn á bóklegu prófi, 5 í verklegu prófi og 6 í heildareinkunn (meðaltal af bóklegu og verklegu prófi) til þess að standast próf.
Kennt verður mánudaga og miðvikudag kl. 20-22 og laugardaga kl. 10-12 en ekki verður kennt í dymbilviku. Bóklega prófið verður 7. maí og verklega prófið þann 10. maí.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst en skráningarfrestur rennur út föstudaginn 4. apríl. Nánari upplýsingar og skráning með því að smella hér eða í síma 456 5025.