Þann 24. maí s.l. var í fyrsta skipti hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða útskrifað úr námi sem kallast Menntastoðir. Menntastoðir er 660 kennslustunda námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þar sem áhersla er á almennar bóklegar greinar; íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði ásamt nokkrum öðrum námsþáttum.
Meira
- föstudagurinn 6. júní 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Dagana 26. og 27. maí stendur Rauði krossinn á Ísafirði fyrir námskeiði í skyndihjálp fyrir almenning í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Kennt verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 á Ísafirði og stendur námskeiðið frá 17 til 21 hvorn dag. Kennari er Auður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og skyndihjálparleiðbeinandi. Verð fyrir námskeiðið er 6.500 kr.
Meira
- þriðjudagurinn 13. maí 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir