Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Íslenska fyrir útlendinga á Ísafirði

Fimmtudaginn 18. september kl. 18:00 verður kynning á námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga á Ísafirði. Kynningin er hugsuð til þess að fara yfir fyrirkomulag námsins með væntanlegum þátttakendum og eins til þess að kanna kunnáttu þeirra þannig að hægt sé að skipta í hópa eftir því á hvaða stigi fólk er. Stefnt er að því að kennsla hefjist svo í næstu viku bæði fyrir byrjendur og lengra komna.  

Fræðslumiðstöðin hvetur alla áhugasama til þess að mæta, það er alltaf hægt að skerpa á og bæta málakunnáttuna.

Deila