Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Allt á fullu!

Þriðjudaginn 28. október voru 8 námskeið í gangi hjá Fræðslumiðstöðinni frá kl. 17:00 - 21:30. Tveim af þeim er síðan lokið, þ.e. Inngangur að forritun og Lestur ársreikninga. Framhald verður að forritunarnámskeiðinu og ef einhverjir hafa áhuga, þá endilega skrá sig. Það heitir Framhaldsnámskeið í forritun og hefst þegar næg þátttaka hefur náðst.

Í kvöld, miðvikudaginn 29. október lýkur síðan námskeiðinu Arfur kynslóðanna, þar sem farið er í hvernig hægt er að bera sig til við að skrá niður lífshlaup, skemmtilegar sögur – munnmælasögur eða sögur úr lífinu – minningar sem tengjast hlutum eða stað eða annað sem gaman er að varðveita og koma áfram til næstu kynslóða.

Annað kvöld hefst enskunámskeið fyrir byrjendur og er enn tækifæri á að skrá sig. En það sem er í gangi er td. kennsla á iPad og iPhone, excel námskeið, íslenska fyrir útlendinga og ekki má gleyma námsskránum sem eru í gangi. Þær eru Skrifstofuskólinn, Meðferð matvæla, Grunnnám skólaliða, Þjónustuliðar og Landnemskóli II. Allt eru þetta námsskrár frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og eru styrktar af þeim, þannig þátttakendur þurfa ekki að greiða nema lítinn hluta af því sem annars þyrfti að greiða.

Líflegt hjá Fræðslumiðstöðinni

1 af 3

Veruleg breyting hefur orðið á aðsókn að námi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða síðustu dagana. Eftir nokkuð dræma aðsókn framan af hausti varð breyting á einni nóttu. Segja má að nú sé kennt í öllum skúmaskotum hjá miðstöðinni og flest námskeið vel sótt. Hvort þetta hefur eittvað með tíðarfarið að gera vitum við ekki, en að minnsta kosti tók aðsóknin strax við sér og fyrsti snjórinn lét sjá sig.

Í kvöld var t.d. mikið líf í Fræðslumiðstöðinni. Öll rými voru notuð til kennslu að Suðurgötu 12 á Ísafirði og vefnaðarnámskeið hófst í Barnaskólanum í Hnífsdal. Um síðustu helgi var námskeið í víravirki á Þingeyri þar sem meistarinn Júlía Þrastardóttir kenndi handverkið og á fimmtudaginn var þriðja og síðasta kvöldið hjá Sigurði Péturssyni um Húsin í bænum. Var þá gengið um Eyrina á Ísafirði og sagði Sigurður frá húsunum sem gengið var framhjá.

Meðfylgjandi myndir eru úr göngutúrnum um Eyrina og frá víravirkinu.

Eldri færslur