Það getur vafist fyrir fólki að skilja hvaða upplýsingar ársreikningar fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka innihalda og hvernig ber að túlka þær. Þriðjudaginn 21. október gefst tækifæri til þess að bæta þar úr því þá hefst námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða um lestur ársreikninga.
Meira
- fimmtudagurinn 16. október 2014
- Dagný Sveinbjörnsdóttir
Talð frá vinstri. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, Laddawan Dagbjartsson, Lamduan Seejaem, Jaruwat Singsawat, Smári Haraldsson, Un Ruean Thaenphonkrang, Somporn Khiansanthia, Areeya Sarakham, Sopa Thamrongsakulsiri . Á myndina vantar einn nemanda, Jarinya Seelanak.
Laddawan Dagbjartsson er Bolvíkingur af erlendum uppruna. Hún er ein af fjölmörgum aðkomnum, sem auðga vestfirskt mannlíf. Meðal annars drífur Laddawan landa sína í íslenskunám og hefur kennt Taílendingum á fjölmörgum íslenskunámskeiðum hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Nú síðustu misserin hefur hún notið aðstoðar dóttur sinnar, Lilju Ómarsdóttur við kennsluna. Þær mæðgur eru einmitt með íslenskunámskeið í gangi núna. Fer kennslan fram í húsnæði Verkalýðs- og sjómennafélags Bolungarvíkur.
Forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarannar leit við í íslenskutíma s.l. laugardag og heilsaði upp á kennara og nemendur. Laddawan fær gjarnan gesti í kennslustundir hjá sér til að ræða við nemendur og krydda þannig kennsluna. Á laugardaginn hafði hún fengið sóknarprestinn, Ástu Ingibjörgu Pétursdóttur, til að koma í heimsókn og ræða við nemendur um kirkjuna og íslenska kirkjusiði.
Meðfylgjandi mynd af nemendum, kennara og gestum tók Lilja Ómarsdóttir.
Auk íslensku fyrir Taílendinga er hópur Pólverja í Bolungarvík einnig í íslenskunámi og kennir Zofia Marciniak þeim.
- mánudagurinn 13. október 2014
-