Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Líflegt hjá Fræðslumiðstöðinni

1 af 3

Veruleg breyting hefur orðið á aðsókn að námi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða síðustu dagana. Eftir nokkuð dræma aðsókn framan af hausti varð breyting á einni nóttu. Segja má að nú sé kennt í öllum skúmaskotum hjá miðstöðinni og flest námskeið vel sótt. Hvort þetta hefur eittvað með tíðarfarið að gera vitum við ekki, en að minnsta kosti tók aðsóknin strax við sér og fyrsti snjórinn lét sjá sig.

Í kvöld var t.d. mikið líf í Fræðslumiðstöðinni. Öll rými voru notuð til kennslu að Suðurgötu 12 á Ísafirði og vefnaðarnámskeið hófst í Barnaskólanum í Hnífsdal. Um síðustu helgi var námskeið í víravirki á Þingeyri þar sem meistarinn Júlía Þrastardóttir kenndi handverkið og á fimmtudaginn var þriðja og síðasta kvöldið hjá Sigurði Péturssyni um Húsin í bænum. Var þá gengið um Eyrina á Ísafirði og sagði Sigurður frá húsunum sem gengið var framhjá.

Meðfylgjandi myndir eru úr göngutúrnum um Eyrina og frá víravirkinu.

Deila