Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Íslenska og fjölmenningarsamfélagið - Ráðstefna á Ísafirði

Undanfarið ár hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða átt aðild að verkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Einn liður í verkefninu er að skoða leiðir í íslenskukennslu fyrir útlendinga og hvernig megi efla íslenskukunnáttu.

Miðvikudaginn 8. október verður ráðstefna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á vegum verkefnisins og Fjölmenningarseturs um íslenskunám og  þátttöku innflytjenda í  íslensku samfélagi.

Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu. Hins vegar eru væntanlegir þátttakendur beðnir að skrá sig með því að senda á tölvupóst í menntun.nuna@bifrost.is

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:

Kl. 10:00 til 10:15  Setningarávarp

Kl. 10:15 til 12:00  Árangursríkar aðferðir við íslenskukennslu kynntar

-        Íslenskuþorpið

-        Íslenskukennsla í gegnum leiklist – tilraunaverkefni á Flateyri

-        Starfstengd íslenskunámskeið á vegum Mímis

-        Landnemaskólinn II

Kl. 12:00 til 13:00   Léttur hádegisverður og vinnustofa

Kl. 13:00 til 14:40   Samfélagsleg aðlögun – árangursríkar aðferðir

-        Stefnumótun Innflytjendaráðs

-        Íslenska sem lykill að samskiptum og þátttöku í samfélaginu

-        Fjölmenningarleg ævintýri Borgarbókasafns

-        Söguskjóðan í Dalvíkurbyggð

-        Að flytja til Íslands - reynslusögur

Kl. 14:40 til 15:00     Kaffihlé

Kl. 15:00 til 16:00     Pallborð og umræður 

Ráðstefnustjóri er Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst

Deila