Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Íslenskunámskeið á Patreksfirði

Áhugasamir nemendur í íslensku á Patreksfirði
Áhugasamir nemendur í íslensku á Patreksfirði

Undanfarin ár hefur verið góð aðsókn að íslenskunámskeiðum á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrsta námskeiðið á þessu ári hófst á Patreksfirði þann 17. febrúar s.l. og stendur yfir í fimm vikur. Námskeiðið er ætlað byrjendum eða fólki með lítinn grunn í málinu. Kennari á námskeiðinu er Helga Gísladóttir en hún hefur í mörg ár reynst íslenskunemendum í Vesturbyggð og Tálknafirði mjög vel.

Það er ánægjulegt að sjá hversu góð þátttakan er en alls eru 18 einstaklingar skráðir. Það er von okkar í Fræðslumiðstöðinni að nemendurnir hafi bæði gagn og gaman af og verði betur í stakk búnir til þess að taka virkan þátt í íslensku samfélagi.

Útskrift úr Verkfærni í framleiðslu

Hluti af hópnum sem tók þátt í Verkfærni í framleiðslu ásamt kennara og umsjónakonu námsins.
Hluti af hópnum sem tók þátt í Verkfærni í framleiðslu ásamt kennara og umsjónakonu námsins.

Fimmtudaginn 13. febrúar lauk 220 klukkustunda námi sem staðið hafði frá því seint í nóvember og kallast Verkfærni í framleiðslu. Meðal námsþátta voru öryggismál, gæðavitund, grunnteikning, TIG-suða, tölvustýringar, fab lab, enska og stærðfræði.

Þetta er í fyrsta skipt sem Fræðslumiðstöðin kennir þetta nám, en það er ein af námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem ætlað er fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla. Á heildina litið gekk námið nokkuð vel en vissulega hafði tíðarfarið í janúar og febrúar nokkur áhrif þar sem stór hluti nemenda kom frá byggðarkjörunum í kringum Ísafjörð. Bæði nemendur og kennarar þurftu því að vera sveigjanlegir þegar veður og færð raskaði kennslu. Fyrir það ber að þakka. Þá átti Fræðslumiðstöðin í góðu samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði um kennsluaðstöðu og kunnum við skólanum bestu þakkir fyrir.

Eldri færslur